taktur frá sneriltrommum,
bakraddir, píanó, fiðla og fuglasöngur
flýtur mjúklega úr hátalara,
hreinsar hugann,
fyllir rýmið,
og opnar minningarbankann.
Mannveran situr við stýrið
frjáls og mjúk innan í sér
starir á óendanlegt ljósið á himninum,
meðan fagrir hljómar
renna saman við gamlar og nýjar myndir.
Myndir af liðnum tíma,
fólki, stöðum, samtölum og atvikum
góðum, slæmum, döprum, ljótum og fallegum,
huggandi, særandi, gefandi, þroskandi.
Margt er gleymt og grafið
leystist fljótt og vel,
fyrirgefið og horfið í eilífðina,
eitri breytt í meðal.
Annað er geymt en ekki gleymt
og þarf lengri tíma til að jafna sig.
En það er nógur tími
og það jákvæða sigrar næstum alltaf.
Opin hugur, stórt hjarta, viska, kjarkur, umhyggja, víðsýni og kærleikur
er allt sem þarf:-)
Saturday, November 24, 2007
Subscribe to:
Posts (Atom)