Tuesday, March 31, 2009

Kvöld

í miðri viku.
Flott músik sem snertir sálina og söngröddina,
kertaljós, tempruð lýsing,
jólasveinakrús sem inniheldur heitt nammikaffi.
Á borði heftuð blöð með gagnlegum upplýsingum.
yfirstikunarpenni, önnur skriffæri og stílabók.
Vonda veðrið guðar á gluggann,
en inni er hlýtt og notalegt,
þægileg náttföt og úfið hár.
Mannveran fræðist um margt áhugavert og skemmtilegt,
og fær nýja þekkingu í gegnum prentuð orð á blöðum.