Sunday, September 14, 2008

fyrirlestur

habitus, auður,
vettvangur, smekkur
innhverfður, námsefni,
persóna, hugtök,
Bourdieu, togstreita,
menntun, stétt,
vald, menning,
hver ræður,
rammi, kassi,
rannsóknir, reglur,
heimspeki, fjármagn
stigveldi, tengsl,
stofnanabundinn, tónlist,
hluti af mínum habitus.

Saturday, September 13, 2008

Gömul

leyndarmál,
hryllingur
sem kom upp á yfirborðið,
sárin ýfðust upp
og minningar
sem voru faldar djúpt í sálinni
ruddu sér leið fram á varirnar.
Umtal um allan bæ
og lausnar og fyrirgefningar krafist
fyrir hönd fórnarlamba.
Í kjölfarið
komu fleiri ljót mál
fram í dagsljósið.
Sumir fengu útrás
aðrir þjáðust enn meir.
Stofnuð var nefnd
sem skoðaði málið
kom með tillögur
og lausnir.
Lausnin var ekki sú sem vonast var eftir
og málið hélt áfram.
Hnifnum var aftur snúið
í nýupprifnum sárum.
Hvenær og hvernig
endar þetta
ljóta mál?
og hvað eiga mörg svipuð
eftir að koma fram?