Friday, September 11, 2009

Allt

í góðum gír.
Margt er flott á yfirborðinu
en ósýnileg undirliggjandi
kraumandi þjáning, reiði og óánægja
hjá öðrum sem ekki er talað um.
Skyndilega óvænt samtal
umhyggja, vernd
Hvað er í gangi?
Gamalt mál
sem ekki hefur verið leyst.
Sjaldgæft viðbragð
í nýjum aðstæðum.
Hreinsun, útrás
erfitt að halda haus.
Hugsun og viðhorfsbreyting
kyrjun, hvatning, fyrirlestur
samtöl, faðmlag, huggun,útskýring
sér málið í nýju ljósi.
Viðbrögð, aðgerðir
stuðningur, aðhald.
Skýring gefin,
stuðningur
frá óvæntum
umhyggjusömum
verndara.
jákvætt augnablik.
Sigur og ekkert nema sigur
aldrei að gefast upp
hefur unnið svipað vandamál,
karma, aðstæður áður.
Hægt að sigra hvað sem er
trú, kyrjun, trúa, hugsa jákvætt.
Unnið að lausn og sigri
með aðstoð annara
og sjálfum sér.
Tekur tíma
gefa allt í að bæta ástandið.
Galopna hjarta,hug, orð, huga, sálina.
Uppræta þjáningu
og eyða gömlu karma.
Ekkert annað kemur til greina
nema stór og góður sigur....

Monday, July 6, 2009

Hver

ert þú?
Sem bankar á gluggann.
Ég dreg gardínurnar frá
og sé ókunnugt andlit
ég þekki þig ekki.
Fallegt andlit
með undrunarsvip
bankar fastar.
Ég opna rifu
á gluggann
og spyr
get ég aðstoðað?
Hvar er ég
hver ert þú?
Ég ætlaði að hitta X
hann býr ekki hér.
Ertu villtur
týndur í myrkrinu?
Já ég er í vitlausri götu
gekk of stutt
vinur minn býr lengra frá.
Allt í lagi góði minn
gangi þér vel
og vertu sæll.
Takk fyrir hjálpina
fyrirgefðu ónæðið
og góða nótt.

Sunday, July 5, 2009

Langar

að fylgjast með.
Taktu dótið fljótt
þetta er ekki mitt verkefni..
Flýttu þér
mikið stress
líta vel út í augum annarra
vantraust
gleðja aðra
þetta er ekki mitt hlutverk.
Hvað er þetta
okey
ómeðvitað veldur öðrum þjáningu
um leið og aðrir gleðjast.
Gjörðu svo vel
önnur mannvera birtist
fyrirgefðu
ósjálfráð viðbrögð
réði ekki við það
þakka þér fyrir
taktu við þínu hlutverki
losna undan þessu stressi.

Monday, April 6, 2009

Sólin

yndislega sólin
sem hlýjar jafnt
sál og hörundi,
mönnum,dýrum og plöntum.
Sólin
fallega sólin
stór og lítil
sem rís og hnígur
í margbreytilegum litum
ýmist fyrir ofan/neðan skýin
eða í felum bak við.
Elsku sólin mín
hvar værum við án þín.
Sólarlag,
sólarupprás.
Sólargyðja, systir mánans.
Takk fyrir birtu þína og hlýju.

Tuesday, March 31, 2009

Kvöld

í miðri viku.
Flott músik sem snertir sálina og söngröddina,
kertaljós, tempruð lýsing,
jólasveinakrús sem inniheldur heitt nammikaffi.
Á borði heftuð blöð með gagnlegum upplýsingum.
yfirstikunarpenni, önnur skriffæri og stílabók.
Vonda veðrið guðar á gluggann,
en inni er hlýtt og notalegt,
þægileg náttföt og úfið hár.
Mannveran fræðist um margt áhugavert og skemmtilegt,
og fær nýja þekkingu í gegnum prentuð orð á blöðum.