Sunday, May 8, 2011

Fjölbreytileiki

mannlífsins er frábær, fróðlegur og skemmtilegur.
Það eru ekki allir eins, sem betur fer.

Fólk er svo mismunandi, opið, feimið, hreinskilið, feik, mannblendið, ráðríkt, undirgefið, hlédrægt, rólegt, latt, duglegt, látið leiða sig áfram, drífandi,athyglissjúkt, sítalandi, lokað, þögult, félagslynt, einfarar, kátt, með leikaraskap, sjálfstætt, hugsandi og allt þar á milli.
Sumir breytast undir áhrifum, í ólíkum aðstæðum, umhverfi eða félagsskap en aðrir eru næstum alltaf eins.

Að taka þátt í stemmingunni, eða fylgjast með.
Hvernig stuði ertu í núna á þessum stað á þessari stund?

Stundum ertu kannski í stuði til að blanda geði, spjalla og fíflast við kunnulegar eða ókunnugar mannverur, en aðrir njóta þess betur að horfa á, hlusta og virða fyrir sér mannlífið.

Það sem einum finnst skemmtilegt finnst öðrum kannski leiðinlegt, það sem sumum finnst spennandi finnst einhverjum óáhugavert.
Það eru margvísleg áhugamál og áherslur hjá hverjum og einum.
Það sem einum finnst tilbreyting, getur verið hverdagslegt hjá öðrum..

Ertu inn eða út?
Þorir þú að vera þú sjálfur?
Hvað skiptir þig máli, og hvað vekur áhuga?
Hvað er normalt eða skrýtið?

Fylgja straumnum, vinahópnum, láta þetta ráðast, taka þátt, hafa áhrif, vera með, stjórna, spila með, hanga, fara aðra leið.

Vera maður sjálfur, ekki þóknast öðrum, ekki vera annar en maður en, viðurkenna og virða kosti og galla, tala saman, hreinsa gamalt mál, kynnast betur, gæta orða sinna, sjá nýjar hliðar, gamalkunnug hegðun og framkoma, þakklæti, fyrirgefning, prófa eitthvað nýtt eða halda sig við gamlar leiðir, rútína, flæði, andrúmsloft, hlátur, kjánalegt, skrýtið, athyglisvert, línudans, ekki að fatta, gaman saman eða í sitthvoru lagi.

Sinna einum eða öllum, veita athygli, hlusta, horfa, taka þátt, hjálpa, hlúa að, vera á staðnum, gefa af sér, geta tekið við hrósi, hlýju, ást og vináttu....

Já, lífið og mannfólkið er yndislegt, erfitt, fjölbreytt, fallegt, flókið, skemmtilegt, fræðandi, flæði, rólegt, spennandi, rútína, fyrirsjáanlegt, kemur stundum á óvart...