Wednesday, September 19, 2007

Konan

situr við eldhúsgluggann
og starir í gegnum glerið.
Hún starir tárvotum augum
en sér ekki neitt.
Sér hvorki götuljósin
sem speglast í regnblautum götunum
né bílana sem keyra framhjá.
Hún sér ekkert
því hún er föst í sínum eigin hugsunum.

Hugsunum sem fara í marga hringi
fram og til baka.
Hún hugsar um vandamálin
sem þarf að leysa sem fyrst
á sem bestan og hljóðlegastan hátt.

Ákvörðun er tekin
en eitthvað í umhverfinu breytist
og snýr henni á hvolf.
Önnur lausn er viðruð
en þá kemur einhver
með nýtt sjónarhorn
sem breytir miklu.

Mismunandi ákvarðanir
eru teknar
eftir stað og stund
hverju sinni.

Konan situr við gluggann
og hugsar allt upp á nýtt
hring eftir hring,
talar við aðra,
grætur af reiði og sorg,
en kemst ekki að niðurstöðu.

Hvað á konan að gera?

Saturday, September 8, 2007

Eitthvað

dularfullt er á seyði.
Læðist lúmskt í myrkrinu
kemur smám saman í ljós
en springur að lokum út af krafti
á óvæntum stað
á undarlegum tímapunkti.

Markmið þess er ekki nógu gott
og áhrifin enn verri
því það ruglar dæminu
og snýr sumu á hvolf.

Ástæða birtingar þess nú
er óskýr.
Margt kemur til greina
en ekkert eitt sem hægt er að benda á.

Hugmynd að brottför þess er í mótun
en ekki alveg í sjónmáli
því huga þarf að mörgu,
líta á öll sjónarhorn
og einhver tími þarf að líða
til að komast að rökrétti og vitrænni lausn.

En svo er líka hægt að vona
að þetta hverfi af sjálfu sér
því það er einn möguleikinn í stöðunni.