Saturday, October 18, 2008

Umræður

í sjónvarpinu.
Nokkrir menn sitja við hringborð
og tala hver upp í annan.
Ekki benda á mig
segir maður í jakkafötum
aðrir bera ábyrgð
ég gerði ekkert
nema braska og kaupa.
Nei, segir sá
sem situr við hlið hans
þessi við hlið mér er sekur
og líka þú.
Einn að tala í einu
segir þáttastjórnandinn.
Hvað segir þú í miðjunni
hver ber ábyrgð
á ástandinu.
Ekki ég
bara allir aðrir.

Og hvað á að gera í því?
Allir að hamstra og geyma peninga í bankanum
við höfum stjórn á þessu.
En hvað með krónuna spyr maðurinn?
Tökum upp evru segir einn
styrkjum hana segir annar...
Tökum lán frá Rússum segir þriðji..

Blablabla.
Hvað með alþýðuna
hvers eigum við að gjalda?
Hver vill svara því?

No comments: