Wednesday, July 11, 2007

Frásagnir

sem skera hjartað.
Tárin brjótast fram.

Litlar sálir
strákar og stelpur
varnarlausar
fara á mis við ást og umhyggju.
Skipulega brotnar niður
með andlegum og líkamlegum
pyntingum, aðferðum og orðum.

Engin má vita hvað gengur á
hver mun trúa
hræddu barni.

Veröldin verður ljót og grimm
langt fram á fullorðinsár
afleiðingar fylgja þeim alla ævi.
Sumir einstaklinganna
ná að vinna ágætlega úr reynslunni
og byggja sig upp
en aðrir brotna enn meir
og geta ekki höndlað tilveruna.

Eftir áratuga bælingu
tekur hugrekkið völdin
og fortíðin
kemur í ljós.
Samfélagið situr orðlaust
og horfir á
meðan sársaukinn sker hjörtun.

Thursday, July 5, 2007

Þú

ég, hún, þau, við, þær, hann,
Bregðast allir eins við aðstæðum?
Nei, já, veit ekki
og kannski sem betur fer.
Eitthvað búið að ákveða
hugmynd, viðburður,
ekki kannski lofa, en jafnvel svona hálft í hvoru,
sjáum til
bíða, ekki hægt núna.

Atvik, samtal, gleði, leiði, óvart,
hugsunarleysi,
sagt frá í óspurðum fréttum,
var það þannig?
Eða voru málsatvik öðruvísi?

Hver gerði hvað?
Hver er ánægður?
Hver er sár?
Hver er hlutlaus?
Hver tekur inn á sig?
Hver miklar fyrir sér?
Hver er rólegur
kannski alveg sama?
Skiptir máli hver á í hlut?
Hvaða persónur eru þetta?
Nálægar, fjarlægar, kunnugar, ókunnugar?

Að segja eða ekki segja.
Sumt má kyrrt liggja.

Að gæta orða sinna getur verið mikil list..

Wednesday, July 4, 2007

Ferðalag

Tilhlökkun hellist yfir
kemur
og fer.
Ferðaplan að fæðast
hugmyndir hringsnúast.
Nokkrar heimsóknir,
viðburðir
og staðir
sameinaðir
á þessu ferðaflakki.

Loforð gefið
sem reynt verður að standa við
helst áður en ferðalag hefst.

Hvaða dag
verður lagt í hann?
Fimmtudag,
föstudag.
Hvaða ferðamáti
hentar hverju sinni?
Bátur
bíll
keyra
sigla?
Tímasetningar
þurfa að henta fleirum.
Vantar einhverjum far,
hver verður ferðafélagi?
Hvenær til baka,
og hvernig?

Nóg af viðburðum sem bíða
þegar komið er í bæinn
sem allir hafa ákveðna dagsetningu
og a.m.k. einn þeirra
inniheldur lítið ferðalag
á allt annan landshluta.