sem skera hjartað.
Tárin brjótast fram.
Litlar sálir
strákar og stelpur
varnarlausar
fara á mis við ást og umhyggju.
Skipulega brotnar niður
með andlegum og líkamlegum
pyntingum, aðferðum og orðum.
Engin má vita hvað gengur á
hver mun trúa
hræddu barni.
Veröldin verður ljót og grimm
langt fram á fullorðinsár
afleiðingar fylgja þeim alla ævi.
Sumir einstaklinganna
ná að vinna ágætlega úr reynslunni
og byggja sig upp
en aðrir brotna enn meir
og geta ekki höndlað tilveruna.
Eftir áratuga bælingu
tekur hugrekkið völdin
og fortíðin
kemur í ljós.
Samfélagið situr orðlaust
og horfir á
meðan sársaukinn sker hjörtun.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment