fyrir notalegt kvöld.
Nýbúið að borða ljúffenga máltíð
spóla komin í tækið
og kertaljós um allt hús.
Sest í sófann
og kveikir á tækinu.
Skyndilega kemur blár blossi úr innstungunni
og svo eldur.
Stekkur til og reynir að slökkva eldinn
en í sama mund brotnar kerti í tvennt
og fellur í gólfið.
Eldur læsir sig í allt sem fyrir verður
teppi, húsgögn og gardínur
með ógnarhraða.
Íbúðin full af báli og reyk
sést ekki út úr augum.
Dettur máttlaus í gólfið
reykurinn þrýstir lofti og súrefni úr lungum.
Alveg að missa meðvitund
sálin að því komin að yfirgefa líkamann.
Þá heyrist brothljóð
og engill í mannsmynd birtist
íklæddur þykkum hlífðarfötum
með hjálm og grímu.
Vaknar í hvítu rúmi
birtan allt í kring
með slöngu í nefi
og umbúðir á líkama.
Reykkafarinn situr á stól við hliðina á rúminu
og brosir af gleði og feginleika
yfir því að hafa bjargað lífi.
Brosir á móti og þakkar lífsgjöfina
með faðmlagi og kossi.
Ekki mjög frumlegur texti í þetta sinn;-)
en hann spratt fram í huga mér áðan þegar ég var búin að horfa á mjög góða mynd sem heitir Ladder 49 og fjallar um slökkviliðsmenn í USA. Mæli með þeirri mynd:-)
Ég vona af öllu hjarta að ég eða aðrir eigi aldrei eftir að upplifa svona lífsreynslu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment