ég, hún, þau, við, þær, hann,
Bregðast allir eins við aðstæðum?
Nei, já, veit ekki
og kannski sem betur fer.
Eitthvað búið að ákveða
hugmynd, viðburður,
ekki kannski lofa, en jafnvel svona hálft í hvoru,
sjáum til
bíða, ekki hægt núna.
Atvik, samtal, gleði, leiði, óvart,
hugsunarleysi,
sagt frá í óspurðum fréttum,
var það þannig?
Eða voru málsatvik öðruvísi?
Hver gerði hvað?
Hver er ánægður?
Hver er sár?
Hver er hlutlaus?
Hver tekur inn á sig?
Hver miklar fyrir sér?
Hver er rólegur
kannski alveg sama?
Skiptir máli hver á í hlut?
Hvaða persónur eru þetta?
Nálægar, fjarlægar, kunnugar, ókunnugar?
Að segja eða ekki segja.
Sumt má kyrrt liggja.
Að gæta orða sinna getur verið mikil list..
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment