Saturday, February 2, 2008

Dásamlegt

að sofa
áhyggjulaus.
Vakna svo í rólegheitum
án aðstoðar vekjarklukku.
Hella upp á kaffi
og fletta blöðunum
á meðan yndislegan kaffiilm
leggur um eldhúsið.
Þvo fötin sín,
kveikja á tölvunni,
flakka um netheima,
lesa fallegan póst og skilaboð,
koma upplýsingum á framfæri,
og hafa samskipti við fjölskyldu og vini,
hvar sem er í veröldinni.
Skjótast í sturtu og klæða sig,
setjast inn í bílinn,
ná í matföng í búðina
og skila dagblöðum, fatnaði og plasthlutum í endurvinnslu.
Vindurinn næðir og frostið bítur.
Koma inn í hlýjuna,
fá heitt kakó,
hvílast og nærast.
Þegar kvöldar
hringir síminn
þar sem góðleg og kunnuleg rödd biður um greiða.
Sest er í sófann,
og kveikt á viðtækinu.
Horft er á skjáinn
og ekki er krafist hugsunar.
Lögin hljóma
og grínið sýnir spegilmynd samtímans.
Það er laugardagskvöld.

No comments: