sól og snjóbirtu
ég sat í letikasti
hangandi í tölvunni
á fallegum og mildum vetrardegi.
Ég gekk fram í stofu,
fékk mér kaffibolla
og leit út um gluggann.
Vel klætt fólk
gekk á göngustígnum
hlæjandi og hamingjusamt.
Leiddist hönd í hönd
gaman að vera saman
og njóta lífsins
í góðu veðri.
Söngur bílvélanna
sem keyrðu um göturnar
og hlátur barnanna
barst inn um gluggann
þar sem ungviðið renndi sér
hamingjusamt og kátt
niður snævi þakta hóla
á snjóþotum og sleðum.
Já, það getur verið gaman og athyglisvert
að fylgjast með mannlífinu:-)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment