Monday, February 7, 2011

bland í poka

fortíð
framtíð
nútíð.
Framtíðin er bara dagurinn í dag
því þarf ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni.

Gamlar minningar
skilningsleysi eða ónóg vitneskja á nútíð
umhverfi, aðstæðum
byggðum að einhverju leyti á fortíð.

Lífsbarátta
allir heyja sína baráttu
á mismunandi sviðum
berjast við karmað.
Að setja sig í spor annarra
reynist sumum erfitt.

Umhverfi, aðstæður
hvar er styrkurinn, staðfestan, ræturnar, hamingjan?
Ekki láta utankomandi
hafa áhrif á innri styrk.
Rökræður
skoðanaskipti
virkar öðruvísi þegar fleiri fá að heyra.

Hindranir, erfiðleikar
barátta
hreinskilni
opna hjartað
nota visku
með umhyggju allra að leiðarljósi.
Nokkur svör komin
og fleiri á leiðinni.

Skyndileg hindrun
hefur ekki áhrif
þetta lagast allt
og hversdagsleikinn heldur áfram
með smá breytingu á rútinu
í skamman tíma.

Utanaðkomandi vernd
hvatning
samstaða
stuðingsnet
hjálpsemi
traust
umhyggja
þakklæti
gleði
góðar tilfinningar
samvera með fallegum sálum.

Hugmyndir um breytingar
umræður
múgæsingur
fagmennska eða ekki
óöryggi
staðreyndir út og suður
er allt upp í loft?
Þetta kemur allt í ljós
ekki velta sér upp úr þessu
taka bara einn dag í einu

Leti
kósý ástand
gengur ekki lengi
eitthvað liggur í loftinu
hver verða viðbrögðin
hvað ætlar þú að gera?

No comments: