Saturday, June 30, 2007

S-ljóð

Sólbekkur á svölum.
Sól skín á himni.
Sólgleraugu í stofunni.
Sólarvörn í skáp á salerni.
Spreyjað á skrokkinn.
Stúlkan sest í sólstólinn og baðar sig í sólinni.
Syfjan svífur í sólarljósi.
Stúlkan sofnar sæl og sátt.
Sumar, sól og sæla.
Stórkostlegt.

Thursday, June 28, 2007

Hlátur

gleði, gaman.
Svo fara allir
hver í sína átt.

Rödd heyrist
og opnar litla rifu
fyrir neikvæð öfl.
Nóttin kemur
og dreifir huganum.
Sveiflast til og frá
milli jákvæðra
og neikvæðra
hugsanna.

Í sólskini
hafa raddir samskipti
þar sem neikvæðnin eyðist
og jákvæðni og gleði taka völdin.

Fleiri raddir heyrast
sumt er fyndið
annað alvarlegra.

Heiðarleikinn er bestur
og á alltaf að hafa í heiðri
en stundum er hvítt, lítið plat
og að þykjast ekki vita um eitthvað
skamma stund
réttlætanlegt
og jafnvel
pínu nauðsynlegt
ef hugmynd
eða áætlun
á að verða framkvæmd
og koma sumum á óvart.

Þó að það sé ekki alltaf
þægilegt eða gaman
að notast við hvíta platið
á meðan vinnsla stendur yfir.

Sunday, June 17, 2007

NEI

nei,NEI,nei,NEI,nei,NEI,nei,NEI,nei,NEI,nei!

Einfalt 3 stafa orð.
Hafið þið pælt í því
að það er fullt af fólki
sem getur ekki
eða kann ekki
yfir höfuð
að segja NEI!

Ómögulegt er að segja
af hverju það stafar.
Ástæður eru margar og mismunandi
eftir hverjum og einum.

Er það samviskubit sem nagar?
Góðmennska, skyldurækni, ábyrgð, uppgjöf?
Aðstæður, hjálpsemi, uppeldi, vani?
Umhverfi, löngun, persónuleiki,
eða hlutverk sáttasemjara?

Allir kalla
á einn
eða einn
á alla.

Viltu, geturðu, komdu, þú átt, vinsamlegast,
kvabba, biðja, lauma inn, heimta,
ala upp, röfla, hrósa, ætlast til, væla..

Hvert er svarið?
er það:
Já, JÁ, já, Já!
eða
kannski, getur verið, hugsa málið, NEI!

Um daginn fékk unglingur
verðlaun fyrir ýmsa kosti
og eitt af því
var að viðkomandi
kunni og gat
sagt NEI!
Sem sýnir og sannar
að það er góður hæfileiki í lífinu
að geta stundum
sagt þetta einfalda
en áhrifaríka orð.

Hvað með þig?
Hefur þú þennan hæfileika?

Friday, June 1, 2007

Verkefnalistinn

er langur.
Allt eru þetta atriði fyrir utan sjálfa kennsluna
og tengjast inn á fleiri svið en vinnuna.

Sumt á listanum er gefandi og auðvelt,
annað krefst mikillar hugsunar og yfirlegu.
Í ákveðnu verkefni er nauðsynlegt að sýna umhyggju, gleði og hvatningu,
í öðru þarf að reikna út tölur og setja í tölvu.
Finna þarf ákveðin orð
sem þurfa að raðast í skiljanlega setningar fyrir alla aðila.
Sumum verkefnum er hægt að redda með því að finna gömul unnin verkefni, breyta texta þeirra og útliti og aðlaga að aðstæðum.
En í öðrum þarf að byrja frá grunni.

Beðið er eftir svari frá aðila
til að kanna hvernig málin standa
í ákveðnum verkefnum.

Sumt á listanum krefst algerrar samvinnu og fundarhalda,
sem er unnið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma,
en annað er einstaklingvinna með sveigjanlegri vinnutíma, og staðsetningu.
Stundum er verkefnum skipt á milli og unnið í sitthvoru lagi til að flýta fyrir.
Margsinnis er síminn tekin upp og unnið að lausnum í gengum hann.

Tekin er tími hér og þar, hvenær sem laus stund gefst.
Tímapressan liggur í loftinu
og ekki má mikið útaf bregða
til að halda áætlun.
Það er gengið hratt og ákveðið til verka.

Síminn hringir
og það bætist við listann
gott og gagnlegt verkefni
sem kemur báðum til góða.

Bréf birtist á skjánum
sem inniheldur upplýsingar
um fundarsetu á versta tíma.
Tímaþjófur
frá öllu hinu
sem á eftir að klára
fyrir ákveðin dag.

Augnlokin þyngjast,
hugurinn lokast á einhverjum tímapunkti
líkaminn dröslast áfram.
Kaffibollarnir hrúgast upp
sem og blaðastaflarnir.
Orkan hverfur
og rafhlöður tæmast.
Mannveran hvílist
og endurnýjar hluta af rafhlöðum.
Nýjum degi fylgir smá orka
sem sogast fljótlega út
þegar líður á.
Það saxast á listann.

Mikið verður hópur fólks feginn
og léttur í skapi um hádegi
næstkomandi föstudag,
þegar óvissuferðin hefst.
í kringum miðnætti sama dag
verðum við komin í sumarfrí:-)