Friday, June 1, 2007

Verkefnalistinn

er langur.
Allt eru þetta atriði fyrir utan sjálfa kennsluna
og tengjast inn á fleiri svið en vinnuna.

Sumt á listanum er gefandi og auðvelt,
annað krefst mikillar hugsunar og yfirlegu.
Í ákveðnu verkefni er nauðsynlegt að sýna umhyggju, gleði og hvatningu,
í öðru þarf að reikna út tölur og setja í tölvu.
Finna þarf ákveðin orð
sem þurfa að raðast í skiljanlega setningar fyrir alla aðila.
Sumum verkefnum er hægt að redda með því að finna gömul unnin verkefni, breyta texta þeirra og útliti og aðlaga að aðstæðum.
En í öðrum þarf að byrja frá grunni.

Beðið er eftir svari frá aðila
til að kanna hvernig málin standa
í ákveðnum verkefnum.

Sumt á listanum krefst algerrar samvinnu og fundarhalda,
sem er unnið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma,
en annað er einstaklingvinna með sveigjanlegri vinnutíma, og staðsetningu.
Stundum er verkefnum skipt á milli og unnið í sitthvoru lagi til að flýta fyrir.
Margsinnis er síminn tekin upp og unnið að lausnum í gengum hann.

Tekin er tími hér og þar, hvenær sem laus stund gefst.
Tímapressan liggur í loftinu
og ekki má mikið útaf bregða
til að halda áætlun.
Það er gengið hratt og ákveðið til verka.

Síminn hringir
og það bætist við listann
gott og gagnlegt verkefni
sem kemur báðum til góða.

Bréf birtist á skjánum
sem inniheldur upplýsingar
um fundarsetu á versta tíma.
Tímaþjófur
frá öllu hinu
sem á eftir að klára
fyrir ákveðin dag.

Augnlokin þyngjast,
hugurinn lokast á einhverjum tímapunkti
líkaminn dröslast áfram.
Kaffibollarnir hrúgast upp
sem og blaðastaflarnir.
Orkan hverfur
og rafhlöður tæmast.
Mannveran hvílist
og endurnýjar hluta af rafhlöðum.
Nýjum degi fylgir smá orka
sem sogast fljótlega út
þegar líður á.
Það saxast á listann.

Mikið verður hópur fólks feginn
og léttur í skapi um hádegi
næstkomandi föstudag,
þegar óvissuferðin hefst.
í kringum miðnætti sama dag
verðum við komin í sumarfrí:-)

No comments: