Sunday, June 17, 2007

NEI

nei,NEI,nei,NEI,nei,NEI,nei,NEI,nei,NEI,nei!

Einfalt 3 stafa orð.
Hafið þið pælt í því
að það er fullt af fólki
sem getur ekki
eða kann ekki
yfir höfuð
að segja NEI!

Ómögulegt er að segja
af hverju það stafar.
Ástæður eru margar og mismunandi
eftir hverjum og einum.

Er það samviskubit sem nagar?
Góðmennska, skyldurækni, ábyrgð, uppgjöf?
Aðstæður, hjálpsemi, uppeldi, vani?
Umhverfi, löngun, persónuleiki,
eða hlutverk sáttasemjara?

Allir kalla
á einn
eða einn
á alla.

Viltu, geturðu, komdu, þú átt, vinsamlegast,
kvabba, biðja, lauma inn, heimta,
ala upp, röfla, hrósa, ætlast til, væla..

Hvert er svarið?
er það:
Já, JÁ, já, Já!
eða
kannski, getur verið, hugsa málið, NEI!

Um daginn fékk unglingur
verðlaun fyrir ýmsa kosti
og eitt af því
var að viðkomandi
kunni og gat
sagt NEI!
Sem sýnir og sannar
að það er góður hæfileiki í lífinu
að geta stundum
sagt þetta einfalda
en áhrifaríka orð.

Hvað með þig?
Hefur þú þennan hæfileika?

No comments: