gleði, gaman.
Svo fara allir
hver í sína átt.
Rödd heyrist
og opnar litla rifu
fyrir neikvæð öfl.
Nóttin kemur
og dreifir huganum.
Sveiflast til og frá
milli jákvæðra
og neikvæðra
hugsanna.
Í sólskini
hafa raddir samskipti
þar sem neikvæðnin eyðist
og jákvæðni og gleði taka völdin.
Fleiri raddir heyrast
sumt er fyndið
annað alvarlegra.
Heiðarleikinn er bestur
og á alltaf að hafa í heiðri
en stundum er hvítt, lítið plat
og að þykjast ekki vita um eitthvað
skamma stund
réttlætanlegt
og jafnvel
pínu nauðsynlegt
ef hugmynd
eða áætlun
á að verða framkvæmd
og koma sumum á óvart.
Þó að það sé ekki alltaf
þægilegt eða gaman
að notast við hvíta platið
á meðan vinnsla stendur yfir.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment