Saturday, October 15, 2011

Haustljóð

Sólin lýsir og blindar.
Himnarnir gráta.
Börnin hoppa í pollunum.
Trén dansa í vindinum.
Fötin á snúrunni sveiflast.
Laufblöðin fjúka um allt.
Kári blæs af miklum móð.
Það er komið haust.

Sunday, May 8, 2011

Fjölbreytileiki

mannlífsins er frábær, fróðlegur og skemmtilegur.
Það eru ekki allir eins, sem betur fer.

Fólk er svo mismunandi, opið, feimið, hreinskilið, feik, mannblendið, ráðríkt, undirgefið, hlédrægt, rólegt, latt, duglegt, látið leiða sig áfram, drífandi,athyglissjúkt, sítalandi, lokað, þögult, félagslynt, einfarar, kátt, með leikaraskap, sjálfstætt, hugsandi og allt þar á milli.
Sumir breytast undir áhrifum, í ólíkum aðstæðum, umhverfi eða félagsskap en aðrir eru næstum alltaf eins.

Að taka þátt í stemmingunni, eða fylgjast með.
Hvernig stuði ertu í núna á þessum stað á þessari stund?

Stundum ertu kannski í stuði til að blanda geði, spjalla og fíflast við kunnulegar eða ókunnugar mannverur, en aðrir njóta þess betur að horfa á, hlusta og virða fyrir sér mannlífið.

Það sem einum finnst skemmtilegt finnst öðrum kannski leiðinlegt, það sem sumum finnst spennandi finnst einhverjum óáhugavert.
Það eru margvísleg áhugamál og áherslur hjá hverjum og einum.
Það sem einum finnst tilbreyting, getur verið hverdagslegt hjá öðrum..

Ertu inn eða út?
Þorir þú að vera þú sjálfur?
Hvað skiptir þig máli, og hvað vekur áhuga?
Hvað er normalt eða skrýtið?

Fylgja straumnum, vinahópnum, láta þetta ráðast, taka þátt, hafa áhrif, vera með, stjórna, spila með, hanga, fara aðra leið.

Vera maður sjálfur, ekki þóknast öðrum, ekki vera annar en maður en, viðurkenna og virða kosti og galla, tala saman, hreinsa gamalt mál, kynnast betur, gæta orða sinna, sjá nýjar hliðar, gamalkunnug hegðun og framkoma, þakklæti, fyrirgefning, prófa eitthvað nýtt eða halda sig við gamlar leiðir, rútína, flæði, andrúmsloft, hlátur, kjánalegt, skrýtið, athyglisvert, línudans, ekki að fatta, gaman saman eða í sitthvoru lagi.

Sinna einum eða öllum, veita athygli, hlusta, horfa, taka þátt, hjálpa, hlúa að, vera á staðnum, gefa af sér, geta tekið við hrósi, hlýju, ást og vináttu....

Já, lífið og mannfólkið er yndislegt, erfitt, fjölbreytt, fallegt, flókið, skemmtilegt, fræðandi, flæði, rólegt, spennandi, rútína, fyrirsjáanlegt, kemur stundum á óvart...

Tuesday, April 5, 2011

Ólgandi

tær reiði.
Frekja, sundurlyndi, mismunun og óréttlæti ráðandi og mjög sýnileg.
Það verður að bregðast við.
Ekki í boði að standa bara og horfa á.
Viðbrögðin í rétta átt, en ekki nógu sterk.
Beinast ekki að réttum aðilum.
Hugleysið tekur yfirhöndina.
Hvar er kjarkurinn þegar hans er þörf?

Monday, March 28, 2011

Tíminn

er undarlegt fyrirbæri.
Tíminn er eitt augnablik
skilur eftir sig myndir, orð, minningar
flýgur hjá,
dægurfluga.
Það sem gerðist í gær
var fyrir örfáum andartökum.
eða fyrir löngu síðan.
Augnablik
sem varði lengi
eða stutt
þaut framhjá
eða dvaldi endalaust.
Það sem gerðist fyrir löngu
hefði eins getað gerst í dag
eða gær.

Tíminn er langur,
stuttur
ætlar aldrei að fara, líða, klárast,
staldraðu við tími
ekki fara
þetta er góð stund.

Tíminn er afstæður
hann er ekki til
stundum er hann raunverulegur
á öðrum stað draumur
óraunverulegur.
fer eftir ýmsu.
tíminn fæst ekki keyptur,
það er ekki hægt að selja hann.
Stolinn tími
eða gefinn,
búðu þér til tíma
er það í boði..

Hvað er tími?
Er hann til í alvörunni?
er hann tálsýn, hugtak,
áþreifanlegur?
Tíminn er undarlegur
dularfullur
sjálfstæður
hefur sína hentisemi.
við spilum bara með
og reynum að nota hann sem best...

Monday, February 7, 2011

bland í poka

fortíð
framtíð
nútíð.
Framtíðin er bara dagurinn í dag
því þarf ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni.

Gamlar minningar
skilningsleysi eða ónóg vitneskja á nútíð
umhverfi, aðstæðum
byggðum að einhverju leyti á fortíð.

Lífsbarátta
allir heyja sína baráttu
á mismunandi sviðum
berjast við karmað.
Að setja sig í spor annarra
reynist sumum erfitt.

Umhverfi, aðstæður
hvar er styrkurinn, staðfestan, ræturnar, hamingjan?
Ekki láta utankomandi
hafa áhrif á innri styrk.
Rökræður
skoðanaskipti
virkar öðruvísi þegar fleiri fá að heyra.

Hindranir, erfiðleikar
barátta
hreinskilni
opna hjartað
nota visku
með umhyggju allra að leiðarljósi.
Nokkur svör komin
og fleiri á leiðinni.

Skyndileg hindrun
hefur ekki áhrif
þetta lagast allt
og hversdagsleikinn heldur áfram
með smá breytingu á rútinu
í skamman tíma.

Utanaðkomandi vernd
hvatning
samstaða
stuðingsnet
hjálpsemi
traust
umhyggja
þakklæti
gleði
góðar tilfinningar
samvera með fallegum sálum.

Hugmyndir um breytingar
umræður
múgæsingur
fagmennska eða ekki
óöryggi
staðreyndir út og suður
er allt upp í loft?
Þetta kemur allt í ljós
ekki velta sér upp úr þessu
taka bara einn dag í einu

Leti
kósý ástand
gengur ekki lengi
eitthvað liggur í loftinu
hver verða viðbrögðin
hvað ætlar þú að gera?

Saturday, February 5, 2011

hugleysi

eða hugrekki.
þýðir ekki lengur að fresta hlutunum
þetta er búið að ganga of lengi.
Styðja aðra í að finna lausn og taka þátt
skiptir ekki máli hver á í hlut
oft breytast hlutirnir og aðstæður til hins betra
þegar talað er um þá og tekið á málunum
þó það sé erfitt.
Herða upp hugann
ekki standa hjá
og láta ástandið pirra sig og aðra
ekki láta vaða yfir sig.
Það verður að prófa
kannski gerist ekkert
en það er þó búið að láta á það reyna
herða upp hugann
finna hugrekkið
standa með sjálfum sér og öðrum.
Umhyggja, samstaða, vinátta, gleði, uppörvun,
hrós, samvera, gott andrúmsloft.
Bara að prófa, það verður ekki heimsendir.
koma svo, vera með, gerum þetta saman
ekkert vandamál er óyfirstíganlegt.

Monday, January 31, 2011

umræður

Dagsformið skiptir máli
hvernig er stemmingin?
Er andrúmsloftið jákvætt eða neikvætt?
Hvaða viðhorf hefur hver og einn?
hvernig eru þeir undirbúnir?
Hugmyndir fá ekki fylgi
ræðumaður dæmdur fyrirfram
þarf að ræða um þetta?
Það er búið að tala um þetta áður
hendur á lofti
rökræður
æsingur
hugsum þetta aðeins
túlkun á orðum
misskilningur
einhver tekur þessu persónulega og móðgast fyrir hönd annarra
einhverjum öðrum finnst þetta kannski vera mistúlkun en ekki mógðun.

Róum okkur aðeins
sumir eru dæmdir og fá ekki að vera með
leyfum öllum að komast að
alltaf sömu skoðanir og viðbrögð
hugsa út fyrir kassann
önnur sjónarhorn
sumir loka eyrunum.

Engin endanleg niðurstaða
næsta gefið orðið og ræðumaður stoppaður.
næsta mál á dagskrá
hvað er í gangi?
Hvernig leysum við þetta?

Sunday, January 30, 2011

Á kaffihúsi

Stressuð og vansæl þjónustustúlka.
Músik sem streymir.
Aldraðir þjóðþekktir snillingar, hver á sínu sviði, fastagestir.
Ungt ástfangið par.
Ferðamenn léttklæddir með ferðakort á borðum.
Gamlar myndir á veggjum.
Rýnt í blöðin og fjallað um samfélagsmál.
Allir út í sólskinið.
Konur með barnavagna.
Bílar keyra framhjá.
Menn í jakkafötum, andlitið frosið
Ferðamenn með myndavélar og hliðartöskur.
Yfirmaður kemur.
starfsfólkið stressast upp.