Monday, April 30, 2007

Diskó

Hiti og sviti í reykmettuðu andrúmslofti.
Í daufri lýsingu diskóljósa
birtast brosandi andlit
sem syngja af innlifun.
Iðandi líkamar sveiflast og sveigjast
hver við annan
hlið við hlið
bak í bak
í takt við seiðandi og dúndrandi taktfasta tóna
sem ryðjast
út úr öskrandi hátölurum
og fylla eyru og talfæri.
Tónlist og textar flæða inn í líkama og sál
og tekur öll völd.
Stuðið eykst enn frekar þegar líður á
og líkaminn stjórnast af taktinum.
Mikið rosalega er gaman að vera til:-)

Thursday, April 19, 2007

Veturinn

Fjölbreyttur, viðburðarríkur og skemmtilegur vetur
er nú flogin á braut.
Vetur sem innihélt
stóra og litla sigra
fáein töp
og einhverjar hindranir
en allt leystist
að lokum.

Gaf ný tækifæri
til skemmtilegra
og gefandi verka
nýrra samskipta
og þor
til að prófa
nýja hluti
og þróunar
á verkefnum
í vinnslu.

Gömul áhugamál
vöknuðu til lífsins.
Núverandi áhugamál
héldu velli
samhliða hinum nývöknuðu
og sálin kættist.

Virknin var mikil
í athöfnum, viðburðum og samskiptum.
Stundum jaðraði við ofvirkni
og jafnvel bar á vanvirkni
en reynt var eftir bestu getu
að halda öllu í jafnvægi.

Veturinn er liðinn
og megi hann
í öllu sínu veldi
með sitt fjölbreytta innihald
hafa bestu þakkir fyrir.

Friday, April 13, 2007

Konan

sem reynir að komast af
í grimmum heimi
og biður ekki um mikið
fær ekki tækifæri
til að sanna sig
í nýjum aðstæðum
og afla sér viðurværis
vegna þröngsýni
jakkafatafólksins
í valdastöðum
í stóra húsinu.
Hvað segir svona framkoma um ástandið í dag?

Thursday, April 12, 2007

Mannveran

Væntumþykjan sprettur fram
í einni svipan
á milli mannfólksins
í margskonar samskiptum.
Birtist í orðum og gjörðum
fyllir sálirnar hlýju
og mýkir hjörtun.
Heilinn framkallar myndirnar á örskotsstundu
myndir af minningum
í nútíð, fortíð og framtíð.

Þið yndislegu
stóru og litlu mannverur
sem eruð í nánu umhverfi
daga og nætur
í gleði og sorg.
Þakka ykkur kærlega
fyrir að vera til
og koma við sögu
á ferðalagi mannverunnar
í gegnum lífið.
Sum okkar
erum samferða
mestalla lífsgönguna
aðrir koma við sögu
ákveðin tímabil
í lífshlaupinu.

Öll höfum við
ákveðnu hlutverki að gegna
í þessari tilveru
og það er hvers og eins
að finna út hver hlutverkin eru.
Að nýta hæfileika sína
og sérstöðu
og fylla leikritið lífi, gleði og litum
og skína bjart á
leiksviði lífsins.

Sunday, April 8, 2007

Mórall

Tilfinningin kemur allt í einu.
Hefur ekki lætið kræla á sér í langan tíma.
Óróinn eins og eitur í beinunum.
Ókunnar aðstæður taka á taugarnar.
Hvernig á að vinna úr þessu.
Herða upp hugann
þetta líður hjá.
Pirringsópið er bælt niður
og hent til baka
situr fast í hálsinum.
Sýna kurteisi og kunna að hegða sér
eins og almennileg manneskja
Ekki eyðileggja móralinn.
Vera góður og taka þátt.
Þetta er djöfuleg tilfinning.
Flýðu burt innri djöfull
og komdu aldrei aftur!

Andlitið

Andlitið horfir á mig og brosir
góða fallega andlitið
með brúnu augun og stóru gleraugun á nefinu
rauðar varir og mjúkar kinnar
hrokkið þykkt hár og og klútur um háls.
Minningarnar þyrlast upp
góðar, hláturmildar, fallegar stundir.
Sólskin, gras með gulum sóleyjarbreiðum
hafið, ströndin, kríuhreiður
bíllinn, ferðalögin og fróðleikurinn.
Andlitið horfir glettið til mín
með bros á vör
og deplar auga.
Andlitið í gullrammanum.
Hvernig skyldi það líta út í dag?

Framkvæmdir

Iðagræn tún með gulum túnfífilsblettum
hestar á beit
í hlíðinni fyrir ofan gul grafa
sem étur upp grasið og skilur eftir sig brúnan flekk.
Rétt þar fyrir ofan
er bein svört slóð
þar sem bílar bruna á miklum hraða fram og aftur.
Menn á óræðnum aldri
nokkrir berir að ofan
sumir standa við steypivél sem snýst
aðrir príla upp á hálfkaraðann steypukubb og berja með hamri
og enn aðrir rölta um með stórar tréplötur.
Hinum megin við götuna
er umgirt grænt tún með stórri gröfu í miðjunni
sem kroppar sífellt stór, djúp, löng sár
og eys mold og sandi í vörubíla sem standa á færibandi
og bíða eftir að fá hlass á bakið.
Keyra svo burt og leyfa næsta að fá.
Ungmenni að reyta arfa og planta trjám með bros á vör.
Litlar mannverur í grænum vestum
ganga samhliða í röð hlæjandi
og segja frá því sem þau hafa uppgötvað á leiðinni.
Já, svona er lífið í sveitinni
og það sem fyrir augu ber þar sem ég sit úti á svölum.

Ritað þann 15. 06. 2005

Saturday, April 7, 2007

öskrað upphátt

Eitt gott pirringsöskur
ARRRGGHHH.
LIFE IS A FOCKING BIG BITCH.
Ahh hvað var gott að fá smá útrás.
Allt í góðu núna.
Ætla að hlamma mér í sóffann og horfa á DVD.
Góða helgi gott fólk.

Hamrað á lyklaborðið þann 09.04. 2005

Lífsljóð

Hver ert þú og hver er ég?
Ég er ég og þú ert þú.
Vil ég vera þú og vilt þú vera ég?
Nei það held ég ekki.
Eða hvað?
En eitt eigum við sameiginlegt.
Við lifum.

Hvað er líf og hvaðan kom það?
Líf er líf hvernig sem það er.
Það snýst hring eftir hring, kynslóð eftir kynslóð og er óstöðvandi.
Hvernig er lífið?

Gengur þú í gegnum lífið með pókerandlit og dofa í sálinni, eða
ertu þú sjálfur og lifir lífinu lifandi?

Hvernig tökumst við á við tilfinningar, breytingar, atvik, viðburði, mannleg samskipti og daglegt líf?
Brotnum við niður eða notum það til að styrkja og næra sálina.
Kanntu að taka hrósi og jákvæðni samferðamanna í þinn garð.
Hvað þá með gagnrýni og neikvæðni?

Hver dagur er lærdómsríkur og allt lífið erum við að læra.
Árin líða fljótt, en maður þroskast og styrkist með hverju ári.


Þetta ljóð varð til 19. mars 2005

Myndir

Ókunnug mannvera á fjölmennum stað
er pirruð og fær útrás
á þeim sem næst kemur
fær að launum róleg
og yfirveguð viðbrögð
hvetjandi og uppörvandi orð
sem slá á pirringinn.

Símtal sem kveikir væntingar
um skemmtilegar og kósý stundir
með góðum og velþekktum einstaklingum
í notalegu umhverfi.
Væntingar standast um stund
en svo kemur undarlegt andartak
sem fer öfugt inn í sálina
og lítið sár
myndast í hjartastað.
Skrýtna andartakið líður hjá
og andrúmsloftið verður jákvætt á ný
en ósögð orð eru geymd til betri tíma.
Stundin rennur upp
og andrúmsloftið er hreinsað
með velvöldum orðum.
Sálin og hjartasárið jafna sig að fullu
og allt verður gott aftur.

Sólskinsstundir
góð samskipti við einstaklinga
sem standa nærri mannverunni
í þekktu og öruggu umhverfi
gleði og hlátur
gaman saman
jákvæð og falleg orð
skapa gott andrúmsloft.

Undarlegt bréf
sem sýnir óvænt viðbrögð bréfritara
á ákveðnum aðstæðum
og afköstum viðtakenda.
Unnið verður í því seinna
þegar rétti tíminn kemur
að svara viðkomandi.

Kunnuleg og ný andlit á óþekktum stað
mannveran ekki í sínu besta formi
og hefur ekki orku
í mikil óþarfa samskipti.
Langar frekar að slaka á
láta hugann reika
og hlusta á viðtækið.
Ókunn kvenskynsvera
ruglar þeirri áætlun
raddböndin stoppa ekki
og tjá sig um allt og ekkert.
Mannveran er orðin
þreytt í eyrunum
en hlær innra með sér
því andrúmsloftið er frekar absúrd.
Sorglegt hvernig sumir fylla
upp í þögnina
með innantómum orðum.

Þetta ljóð spratt fram 07.04.2007