Thursday, April 12, 2007

Mannveran

Væntumþykjan sprettur fram
í einni svipan
á milli mannfólksins
í margskonar samskiptum.
Birtist í orðum og gjörðum
fyllir sálirnar hlýju
og mýkir hjörtun.
Heilinn framkallar myndirnar á örskotsstundu
myndir af minningum
í nútíð, fortíð og framtíð.

Þið yndislegu
stóru og litlu mannverur
sem eruð í nánu umhverfi
daga og nætur
í gleði og sorg.
Þakka ykkur kærlega
fyrir að vera til
og koma við sögu
á ferðalagi mannverunnar
í gegnum lífið.
Sum okkar
erum samferða
mestalla lífsgönguna
aðrir koma við sögu
ákveðin tímabil
í lífshlaupinu.

Öll höfum við
ákveðnu hlutverki að gegna
í þessari tilveru
og það er hvers og eins
að finna út hver hlutverkin eru.
Að nýta hæfileika sína
og sérstöðu
og fylla leikritið lífi, gleði og litum
og skína bjart á
leiksviði lífsins.

No comments: