Andlitið horfir á mig og brosir
góða fallega andlitið
með brúnu augun og stóru gleraugun á nefinu
rauðar varir og mjúkar kinnar
hrokkið þykkt hár og og klútur um háls.
Minningarnar þyrlast upp
góðar, hláturmildar, fallegar stundir.
Sólskin, gras með gulum sóleyjarbreiðum
hafið, ströndin, kríuhreiður
bíllinn, ferðalögin og fróðleikurinn.
Andlitið horfir glettið til mín
með bros á vör
og deplar auga.
Andlitið í gullrammanum.
Hvernig skyldi það líta út í dag?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment