Maðurinn í rifnu fötunum
situr á bekk á torginu
með botnfulla flösku
og biður um smápeninga
fyrir kaffibolla
með slurk af einhverju sterkara samanvið
til að hita kroppinn sinn.
Hver er hann?
Hvernig komst hann í þessa aðstöðu?
Hver veit?
Var hann kannski verðbréfasali sem lifði hátt
tók áhættu
veðjaði á rangan markað
og tapaði öllu?
Eða hefur honum kannski alltaf gengið illa í lífinu
átt í basli með að halda sér í vinnu
og aldrei eignast fjölskyldu?
Þegar kvölda tekur
stendur hann upp af bekknum
og hefur leit að svefnstað.
Hér er allt upptekið
segir dyravörðurinn í gistiskýlinu.
Komdu aftur á morgun
fyrir klukkan 19:00
og vertu allsgáður.
Maðurinn snýr til baka vonsvikin
en þó öllu vanur.
Hann röltir inn í garðinn
og leggst niður á milli trjánna.
Nóttin er dimm og köld
og maðurinn grætur
örlög sín.
Á morgun kemur nýr dagur
og þá gengur vonandi betur.
Monday, May 28, 2007
Friday, May 18, 2007
Kaos
Mikil vinna hefur farið fram
og kvenverurnar eru nokkuð ánægðar með árangurinn.
Næsta verkefni bíður
en ekki er ljóst hvernig það skuli leyst.
Hringt er eftir leiðsögn
og spurt um hugmynd að lausn.
Svarið er ekki alveg sem búist var við.
Að vísu gefur það hugmynd um úrlausn
en um leið
henti það vinnunni
sem kláruð hafði verið
fyrr um daginn
í ruslið.
Allur textinn er strokaður út
og byrjað upp á nýtt.
Hugurinn fer á hvolf
skipulagið ruglast
og nettur pirringur gerir vart við sig.
Önnur kvenveran fer fram
að ná sér í kaffi.
Á leiðinni hittir hún aðrar
með svipuð verkefni.
Á sama augnabliki
er hugurinn á fullu
með óskipulagðar hugmyndir
í engu sambandi við talfæri
og orðmyndun.
Konan fer á flug
fær útrás
án gremju
munnurinn opnast
og orðin ryðjast út
veltast hvert um annað
í belg og biðu
illa studd af líkamstjáningu
sem reyna að útskýra ástandið
en skila engum árangri
nema undrandi andlitum
með svipuð verkefni
og nýrri upplýsingar.
En hinar eru nú farnar að þekkja viðkomandi
og taka þessu öllu með jafnaðargeði,
inn um eitt eyrað
og út um hitt.
Engin skaði skeður.
og kvenverurnar eru nokkuð ánægðar með árangurinn.
Næsta verkefni bíður
en ekki er ljóst hvernig það skuli leyst.
Hringt er eftir leiðsögn
og spurt um hugmynd að lausn.
Svarið er ekki alveg sem búist var við.
Að vísu gefur það hugmynd um úrlausn
en um leið
henti það vinnunni
sem kláruð hafði verið
fyrr um daginn
í ruslið.
Allur textinn er strokaður út
og byrjað upp á nýtt.
Hugurinn fer á hvolf
skipulagið ruglast
og nettur pirringur gerir vart við sig.
Önnur kvenveran fer fram
að ná sér í kaffi.
Á leiðinni hittir hún aðrar
með svipuð verkefni.
Á sama augnabliki
er hugurinn á fullu
með óskipulagðar hugmyndir
í engu sambandi við talfæri
og orðmyndun.
Konan fer á flug
fær útrás
án gremju
munnurinn opnast
og orðin ryðjast út
veltast hvert um annað
í belg og biðu
illa studd af líkamstjáningu
sem reyna að útskýra ástandið
en skila engum árangri
nema undrandi andlitum
með svipuð verkefni
og nýrri upplýsingar.
En hinar eru nú farnar að þekkja viðkomandi
og taka þessu öllu með jafnaðargeði,
inn um eitt eyrað
og út um hitt.
Engin skaði skeður.
Skyndilega
í miðjum umræðum
birtast púkarnir
fullir af gömlum sárindum
og nýjum misskilningi.
Andrúmsloftið þykknar
og svört þoka
liggur yfir höfðum manna.
Orðin streyma
beint frá særðum hjörtum
fljúga manna á milli
í stuttan tíma
hreinskilnin tekur völdin
og flæðir um staðinn.
Allt í einu
hreinsast andrúmsloftið
og svartpúkaþokan flýgur upp úr þakinu
beint til sólar
þar sem hún brennur upp til agna.
Það lifnar yfir sálum viðstaddra
og hláturinn tekur yfir
bros fæðist á hverju andliti
og allt verður gott á ný.
Héðan í frá
liggur leiðin eingöngu upp á við
í samskiptum og samveru
viðstaddra.
birtast púkarnir
fullir af gömlum sárindum
og nýjum misskilningi.
Andrúmsloftið þykknar
og svört þoka
liggur yfir höfðum manna.
Orðin streyma
beint frá særðum hjörtum
fljúga manna á milli
í stuttan tíma
hreinskilnin tekur völdin
og flæðir um staðinn.
Allt í einu
hreinsast andrúmsloftið
og svartpúkaþokan flýgur upp úr þakinu
beint til sólar
þar sem hún brennur upp til agna.
Það lifnar yfir sálum viðstaddra
og hláturinn tekur yfir
bros fæðist á hverju andliti
og allt verður gott á ný.
Héðan í frá
liggur leiðin eingöngu upp á við
í samskiptum og samveru
viðstaddra.
Tuesday, May 1, 2007
Dulúðlegar myrkraslæður
Þokan liggur
eins og grá hula yfir landinu.
Ljósastaurarnir skera út gula og hvíta þríhyrninga.
Tvö kringlótt ljós birtast skyndilega
nálgast hratt
og allt í einu kemur bíll í ljós
sem skilur eftir sig rauða hringi.
Húsin standa eins og klettar allt í kring
og hér og hvar má sjá hringlótt ljós í þeim.
Margskonar hljóð og raddir berast inn um gluggann
en framleiðendur þeirra
eru nánast ósýnilegir skuggar í skini ljósins.
Úti er rakt og hráslagalegt.
Þokan er dulmagnað og undarlegt fyrirbæri.
Birtist fyrst á skjánum 22.feb'05
eins og grá hula yfir landinu.
Ljósastaurarnir skera út gula og hvíta þríhyrninga.
Tvö kringlótt ljós birtast skyndilega
nálgast hratt
og allt í einu kemur bíll í ljós
sem skilur eftir sig rauða hringi.
Húsin standa eins og klettar allt í kring
og hér og hvar má sjá hringlótt ljós í þeim.
Margskonar hljóð og raddir berast inn um gluggann
en framleiðendur þeirra
eru nánast ósýnilegir skuggar í skini ljósins.
Úti er rakt og hráslagalegt.
Þokan er dulmagnað og undarlegt fyrirbæri.
Birtist fyrst á skjánum 22.feb'05
Subscribe to:
Posts (Atom)