Mikil vinna hefur farið fram
og kvenverurnar eru nokkuð ánægðar með árangurinn.
Næsta verkefni bíður
en ekki er ljóst hvernig það skuli leyst.
Hringt er eftir leiðsögn
og spurt um hugmynd að lausn.
Svarið er ekki alveg sem búist var við.
Að vísu gefur það hugmynd um úrlausn
en um leið
henti það vinnunni
sem kláruð hafði verið
fyrr um daginn
í ruslið.
Allur textinn er strokaður út
og byrjað upp á nýtt.
Hugurinn fer á hvolf
skipulagið ruglast
og nettur pirringur gerir vart við sig.
Önnur kvenveran fer fram
að ná sér í kaffi.
Á leiðinni hittir hún aðrar
með svipuð verkefni.
Á sama augnabliki
er hugurinn á fullu
með óskipulagðar hugmyndir
í engu sambandi við talfæri
og orðmyndun.
Konan fer á flug
fær útrás
án gremju
munnurinn opnast
og orðin ryðjast út
veltast hvert um annað
í belg og biðu
illa studd af líkamstjáningu
sem reyna að útskýra ástandið
en skila engum árangri
nema undrandi andlitum
með svipuð verkefni
og nýrri upplýsingar.
En hinar eru nú farnar að þekkja viðkomandi
og taka þessu öllu með jafnaðargeði,
inn um eitt eyrað
og út um hitt.
Engin skaði skeður.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment