Þokan liggur
eins og grá hula yfir landinu.
Ljósastaurarnir skera út gula og hvíta þríhyrninga.
Tvö kringlótt ljós birtast skyndilega
nálgast hratt
og allt í einu kemur bíll í ljós
sem skilur eftir sig rauða hringi.
Húsin standa eins og klettar allt í kring
og hér og hvar má sjá hringlótt ljós í þeim.
Margskonar hljóð og raddir berast inn um gluggann
en framleiðendur þeirra
eru nánast ósýnilegir skuggar í skini ljósins.
Úti er rakt og hráslagalegt.
Þokan er dulmagnað og undarlegt fyrirbæri.
Birtist fyrst á skjánum 22.feb'05
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment