í miðjum umræðum
birtast púkarnir
fullir af gömlum sárindum
og nýjum misskilningi.
Andrúmsloftið þykknar
og svört þoka
liggur yfir höfðum manna.
Orðin streyma
beint frá særðum hjörtum
fljúga manna á milli
í stuttan tíma
hreinskilnin tekur völdin
og flæðir um staðinn.
Allt í einu
hreinsast andrúmsloftið
og svartpúkaþokan flýgur upp úr þakinu
beint til sólar
þar sem hún brennur upp til agna.
Það lifnar yfir sálum viðstaddra
og hláturinn tekur yfir
bros fæðist á hverju andliti
og allt verður gott á ný.
Héðan í frá
liggur leiðin eingöngu upp á við
í samskiptum og samveru
viðstaddra.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment