leið ýmist hægt og hratt
fór eftir aðstæðum, umhverfi og viðfangsefnum
hverju sinni.
Undarleg þróun fór af stað
sem særði saklausa
og eitraði út frá sér.
Miklar sigrar
litlir og stórir ávinningar.
Gamalt karma lét á sér kræla.
Stórar, litlar, ögrandi,óvæntar og erfiðar
hindranir og áskoranir
sem leystust að lokum.
Nýjar upplifanir og viðfangsefni
komu á óvart.
Gamlar slóðir kannaðar upp á nýtt
ásamt því að farið var á nýja staði.
Skemmtilegt, lærdómsríkt, gefandi, undarlegt, óvænt, erfitt, þroskandi og yndislegt ár að kveðja..
Monday, December 31, 2007
Thursday, December 13, 2007
Umhverfið
er brúnt, grænt, hvítt og grátt.
Blómin dáin og trén nakin.
Þegar myrkrið kemur og umvefur allt
kviknar á marglitum ljósum í görðum, gluggum,
á hurðum og svölum.
Einmanna jólasveinn, hreindýr, Jésúbarn og María mey
gæta dyranna
uppljómuð.
Jólatré stendur skreytt á hringtorgi.
Það eru að koma jól..
Blómin dáin og trén nakin.
Þegar myrkrið kemur og umvefur allt
kviknar á marglitum ljósum í görðum, gluggum,
á hurðum og svölum.
Einmanna jólasveinn, hreindýr, Jésúbarn og María mey
gæta dyranna
uppljómuð.
Jólatré stendur skreytt á hringtorgi.
Það eru að koma jól..
Saturday, November 24, 2007
Þungur
taktur frá sneriltrommum,
bakraddir, píanó, fiðla og fuglasöngur
flýtur mjúklega úr hátalara,
hreinsar hugann,
fyllir rýmið,
og opnar minningarbankann.
Mannveran situr við stýrið
frjáls og mjúk innan í sér
starir á óendanlegt ljósið á himninum,
meðan fagrir hljómar
renna saman við gamlar og nýjar myndir.
Myndir af liðnum tíma,
fólki, stöðum, samtölum og atvikum
góðum, slæmum, döprum, ljótum og fallegum,
huggandi, særandi, gefandi, þroskandi.
Margt er gleymt og grafið
leystist fljótt og vel,
fyrirgefið og horfið í eilífðina,
eitri breytt í meðal.
Annað er geymt en ekki gleymt
og þarf lengri tíma til að jafna sig.
En það er nógur tími
og það jákvæða sigrar næstum alltaf.
Opin hugur, stórt hjarta, viska, kjarkur, umhyggja, víðsýni og kærleikur
er allt sem þarf:-)
bakraddir, píanó, fiðla og fuglasöngur
flýtur mjúklega úr hátalara,
hreinsar hugann,
fyllir rýmið,
og opnar minningarbankann.
Mannveran situr við stýrið
frjáls og mjúk innan í sér
starir á óendanlegt ljósið á himninum,
meðan fagrir hljómar
renna saman við gamlar og nýjar myndir.
Myndir af liðnum tíma,
fólki, stöðum, samtölum og atvikum
góðum, slæmum, döprum, ljótum og fallegum,
huggandi, særandi, gefandi, þroskandi.
Margt er gleymt og grafið
leystist fljótt og vel,
fyrirgefið og horfið í eilífðina,
eitri breytt í meðal.
Annað er geymt en ekki gleymt
og þarf lengri tíma til að jafna sig.
En það er nógur tími
og það jákvæða sigrar næstum alltaf.
Opin hugur, stórt hjarta, viska, kjarkur, umhyggja, víðsýni og kærleikur
er allt sem þarf:-)
Wednesday, September 19, 2007
Konan
situr við eldhúsgluggann
og starir í gegnum glerið.
Hún starir tárvotum augum
en sér ekki neitt.
Sér hvorki götuljósin
sem speglast í regnblautum götunum
né bílana sem keyra framhjá.
Hún sér ekkert
því hún er föst í sínum eigin hugsunum.
Hugsunum sem fara í marga hringi
fram og til baka.
Hún hugsar um vandamálin
sem þarf að leysa sem fyrst
á sem bestan og hljóðlegastan hátt.
Ákvörðun er tekin
en eitthvað í umhverfinu breytist
og snýr henni á hvolf.
Önnur lausn er viðruð
en þá kemur einhver
með nýtt sjónarhorn
sem breytir miklu.
Mismunandi ákvarðanir
eru teknar
eftir stað og stund
hverju sinni.
Konan situr við gluggann
og hugsar allt upp á nýtt
hring eftir hring,
talar við aðra,
grætur af reiði og sorg,
en kemst ekki að niðurstöðu.
Hvað á konan að gera?
og starir í gegnum glerið.
Hún starir tárvotum augum
en sér ekki neitt.
Sér hvorki götuljósin
sem speglast í regnblautum götunum
né bílana sem keyra framhjá.
Hún sér ekkert
því hún er föst í sínum eigin hugsunum.
Hugsunum sem fara í marga hringi
fram og til baka.
Hún hugsar um vandamálin
sem þarf að leysa sem fyrst
á sem bestan og hljóðlegastan hátt.
Ákvörðun er tekin
en eitthvað í umhverfinu breytist
og snýr henni á hvolf.
Önnur lausn er viðruð
en þá kemur einhver
með nýtt sjónarhorn
sem breytir miklu.
Mismunandi ákvarðanir
eru teknar
eftir stað og stund
hverju sinni.
Konan situr við gluggann
og hugsar allt upp á nýtt
hring eftir hring,
talar við aðra,
grætur af reiði og sorg,
en kemst ekki að niðurstöðu.
Hvað á konan að gera?
Saturday, September 8, 2007
Eitthvað
dularfullt er á seyði.
Læðist lúmskt í myrkrinu
kemur smám saman í ljós
en springur að lokum út af krafti
á óvæntum stað
á undarlegum tímapunkti.
Markmið þess er ekki nógu gott
og áhrifin enn verri
því það ruglar dæminu
og snýr sumu á hvolf.
Ástæða birtingar þess nú
er óskýr.
Margt kemur til greina
en ekkert eitt sem hægt er að benda á.
Hugmynd að brottför þess er í mótun
en ekki alveg í sjónmáli
því huga þarf að mörgu,
líta á öll sjónarhorn
og einhver tími þarf að líða
til að komast að rökrétti og vitrænni lausn.
En svo er líka hægt að vona
að þetta hverfi af sjálfu sér
því það er einn möguleikinn í stöðunni.
Læðist lúmskt í myrkrinu
kemur smám saman í ljós
en springur að lokum út af krafti
á óvæntum stað
á undarlegum tímapunkti.
Markmið þess er ekki nógu gott
og áhrifin enn verri
því það ruglar dæminu
og snýr sumu á hvolf.
Ástæða birtingar þess nú
er óskýr.
Margt kemur til greina
en ekkert eitt sem hægt er að benda á.
Hugmynd að brottför þess er í mótun
en ekki alveg í sjónmáli
því huga þarf að mörgu,
líta á öll sjónarhorn
og einhver tími þarf að líða
til að komast að rökrétti og vitrænni lausn.
En svo er líka hægt að vona
að þetta hverfi af sjálfu sér
því það er einn möguleikinn í stöðunni.
Monday, August 6, 2007
Útlit
fyrir notalegt kvöld.
Nýbúið að borða ljúffenga máltíð
spóla komin í tækið
og kertaljós um allt hús.
Sest í sófann
og kveikir á tækinu.
Skyndilega kemur blár blossi úr innstungunni
og svo eldur.
Stekkur til og reynir að slökkva eldinn
en í sama mund brotnar kerti í tvennt
og fellur í gólfið.
Eldur læsir sig í allt sem fyrir verður
teppi, húsgögn og gardínur
með ógnarhraða.
Íbúðin full af báli og reyk
sést ekki út úr augum.
Dettur máttlaus í gólfið
reykurinn þrýstir lofti og súrefni úr lungum.
Alveg að missa meðvitund
sálin að því komin að yfirgefa líkamann.
Þá heyrist brothljóð
og engill í mannsmynd birtist
íklæddur þykkum hlífðarfötum
með hjálm og grímu.
Vaknar í hvítu rúmi
birtan allt í kring
með slöngu í nefi
og umbúðir á líkama.
Reykkafarinn situr á stól við hliðina á rúminu
og brosir af gleði og feginleika
yfir því að hafa bjargað lífi.
Brosir á móti og þakkar lífsgjöfina
með faðmlagi og kossi.
Ekki mjög frumlegur texti í þetta sinn;-)
en hann spratt fram í huga mér áðan þegar ég var búin að horfa á mjög góða mynd sem heitir Ladder 49 og fjallar um slökkviliðsmenn í USA. Mæli með þeirri mynd:-)
Ég vona af öllu hjarta að ég eða aðrir eigi aldrei eftir að upplifa svona lífsreynslu.
Nýbúið að borða ljúffenga máltíð
spóla komin í tækið
og kertaljós um allt hús.
Sest í sófann
og kveikir á tækinu.
Skyndilega kemur blár blossi úr innstungunni
og svo eldur.
Stekkur til og reynir að slökkva eldinn
en í sama mund brotnar kerti í tvennt
og fellur í gólfið.
Eldur læsir sig í allt sem fyrir verður
teppi, húsgögn og gardínur
með ógnarhraða.
Íbúðin full af báli og reyk
sést ekki út úr augum.
Dettur máttlaus í gólfið
reykurinn þrýstir lofti og súrefni úr lungum.
Alveg að missa meðvitund
sálin að því komin að yfirgefa líkamann.
Þá heyrist brothljóð
og engill í mannsmynd birtist
íklæddur þykkum hlífðarfötum
með hjálm og grímu.
Vaknar í hvítu rúmi
birtan allt í kring
með slöngu í nefi
og umbúðir á líkama.
Reykkafarinn situr á stól við hliðina á rúminu
og brosir af gleði og feginleika
yfir því að hafa bjargað lífi.
Brosir á móti og þakkar lífsgjöfina
með faðmlagi og kossi.
Ekki mjög frumlegur texti í þetta sinn;-)
en hann spratt fram í huga mér áðan þegar ég var búin að horfa á mjög góða mynd sem heitir Ladder 49 og fjallar um slökkviliðsmenn í USA. Mæli með þeirri mynd:-)
Ég vona af öllu hjarta að ég eða aðrir eigi aldrei eftir að upplifa svona lífsreynslu.
Wednesday, July 11, 2007
Frásagnir
sem skera hjartað.
Tárin brjótast fram.
Litlar sálir
strákar og stelpur
varnarlausar
fara á mis við ást og umhyggju.
Skipulega brotnar niður
með andlegum og líkamlegum
pyntingum, aðferðum og orðum.
Engin má vita hvað gengur á
hver mun trúa
hræddu barni.
Veröldin verður ljót og grimm
langt fram á fullorðinsár
afleiðingar fylgja þeim alla ævi.
Sumir einstaklinganna
ná að vinna ágætlega úr reynslunni
og byggja sig upp
en aðrir brotna enn meir
og geta ekki höndlað tilveruna.
Eftir áratuga bælingu
tekur hugrekkið völdin
og fortíðin
kemur í ljós.
Samfélagið situr orðlaust
og horfir á
meðan sársaukinn sker hjörtun.
Tárin brjótast fram.
Litlar sálir
strákar og stelpur
varnarlausar
fara á mis við ást og umhyggju.
Skipulega brotnar niður
með andlegum og líkamlegum
pyntingum, aðferðum og orðum.
Engin má vita hvað gengur á
hver mun trúa
hræddu barni.
Veröldin verður ljót og grimm
langt fram á fullorðinsár
afleiðingar fylgja þeim alla ævi.
Sumir einstaklinganna
ná að vinna ágætlega úr reynslunni
og byggja sig upp
en aðrir brotna enn meir
og geta ekki höndlað tilveruna.
Eftir áratuga bælingu
tekur hugrekkið völdin
og fortíðin
kemur í ljós.
Samfélagið situr orðlaust
og horfir á
meðan sársaukinn sker hjörtun.
Thursday, July 5, 2007
Þú
ég, hún, þau, við, þær, hann,
Bregðast allir eins við aðstæðum?
Nei, já, veit ekki
og kannski sem betur fer.
Eitthvað búið að ákveða
hugmynd, viðburður,
ekki kannski lofa, en jafnvel svona hálft í hvoru,
sjáum til
bíða, ekki hægt núna.
Atvik, samtal, gleði, leiði, óvart,
hugsunarleysi,
sagt frá í óspurðum fréttum,
var það þannig?
Eða voru málsatvik öðruvísi?
Hver gerði hvað?
Hver er ánægður?
Hver er sár?
Hver er hlutlaus?
Hver tekur inn á sig?
Hver miklar fyrir sér?
Hver er rólegur
kannski alveg sama?
Skiptir máli hver á í hlut?
Hvaða persónur eru þetta?
Nálægar, fjarlægar, kunnugar, ókunnugar?
Að segja eða ekki segja.
Sumt má kyrrt liggja.
Að gæta orða sinna getur verið mikil list..
Bregðast allir eins við aðstæðum?
Nei, já, veit ekki
og kannski sem betur fer.
Eitthvað búið að ákveða
hugmynd, viðburður,
ekki kannski lofa, en jafnvel svona hálft í hvoru,
sjáum til
bíða, ekki hægt núna.
Atvik, samtal, gleði, leiði, óvart,
hugsunarleysi,
sagt frá í óspurðum fréttum,
var það þannig?
Eða voru málsatvik öðruvísi?
Hver gerði hvað?
Hver er ánægður?
Hver er sár?
Hver er hlutlaus?
Hver tekur inn á sig?
Hver miklar fyrir sér?
Hver er rólegur
kannski alveg sama?
Skiptir máli hver á í hlut?
Hvaða persónur eru þetta?
Nálægar, fjarlægar, kunnugar, ókunnugar?
Að segja eða ekki segja.
Sumt má kyrrt liggja.
Að gæta orða sinna getur verið mikil list..
Wednesday, July 4, 2007
Ferðalag
Tilhlökkun hellist yfir
kemur
og fer.
Ferðaplan að fæðast
hugmyndir hringsnúast.
Nokkrar heimsóknir,
viðburðir
og staðir
sameinaðir
á þessu ferðaflakki.
Loforð gefið
sem reynt verður að standa við
helst áður en ferðalag hefst.
Hvaða dag
verður lagt í hann?
Fimmtudag,
föstudag.
Hvaða ferðamáti
hentar hverju sinni?
Bátur
bíll
keyra
sigla?
Tímasetningar
þurfa að henta fleirum.
Vantar einhverjum far,
hver verður ferðafélagi?
Hvenær til baka,
og hvernig?
Nóg af viðburðum sem bíða
þegar komið er í bæinn
sem allir hafa ákveðna dagsetningu
og a.m.k. einn þeirra
inniheldur lítið ferðalag
á allt annan landshluta.
kemur
og fer.
Ferðaplan að fæðast
hugmyndir hringsnúast.
Nokkrar heimsóknir,
viðburðir
og staðir
sameinaðir
á þessu ferðaflakki.
Loforð gefið
sem reynt verður að standa við
helst áður en ferðalag hefst.
Hvaða dag
verður lagt í hann?
Fimmtudag,
föstudag.
Hvaða ferðamáti
hentar hverju sinni?
Bátur
bíll
keyra
sigla?
Tímasetningar
þurfa að henta fleirum.
Vantar einhverjum far,
hver verður ferðafélagi?
Hvenær til baka,
og hvernig?
Nóg af viðburðum sem bíða
þegar komið er í bæinn
sem allir hafa ákveðna dagsetningu
og a.m.k. einn þeirra
inniheldur lítið ferðalag
á allt annan landshluta.
Saturday, June 30, 2007
S-ljóð
Sólbekkur á svölum.
Sól skín á himni.
Sólgleraugu í stofunni.
Sólarvörn í skáp á salerni.
Spreyjað á skrokkinn.
Stúlkan sest í sólstólinn og baðar sig í sólinni.
Syfjan svífur í sólarljósi.
Stúlkan sofnar sæl og sátt.
Sumar, sól og sæla.
Stórkostlegt.
Sól skín á himni.
Sólgleraugu í stofunni.
Sólarvörn í skáp á salerni.
Spreyjað á skrokkinn.
Stúlkan sest í sólstólinn og baðar sig í sólinni.
Syfjan svífur í sólarljósi.
Stúlkan sofnar sæl og sátt.
Sumar, sól og sæla.
Stórkostlegt.
Thursday, June 28, 2007
Hlátur
gleði, gaman.
Svo fara allir
hver í sína átt.
Rödd heyrist
og opnar litla rifu
fyrir neikvæð öfl.
Nóttin kemur
og dreifir huganum.
Sveiflast til og frá
milli jákvæðra
og neikvæðra
hugsanna.
Í sólskini
hafa raddir samskipti
þar sem neikvæðnin eyðist
og jákvæðni og gleði taka völdin.
Fleiri raddir heyrast
sumt er fyndið
annað alvarlegra.
Heiðarleikinn er bestur
og á alltaf að hafa í heiðri
en stundum er hvítt, lítið plat
og að þykjast ekki vita um eitthvað
skamma stund
réttlætanlegt
og jafnvel
pínu nauðsynlegt
ef hugmynd
eða áætlun
á að verða framkvæmd
og koma sumum á óvart.
Þó að það sé ekki alltaf
þægilegt eða gaman
að notast við hvíta platið
á meðan vinnsla stendur yfir.
Svo fara allir
hver í sína átt.
Rödd heyrist
og opnar litla rifu
fyrir neikvæð öfl.
Nóttin kemur
og dreifir huganum.
Sveiflast til og frá
milli jákvæðra
og neikvæðra
hugsanna.
Í sólskini
hafa raddir samskipti
þar sem neikvæðnin eyðist
og jákvæðni og gleði taka völdin.
Fleiri raddir heyrast
sumt er fyndið
annað alvarlegra.
Heiðarleikinn er bestur
og á alltaf að hafa í heiðri
en stundum er hvítt, lítið plat
og að þykjast ekki vita um eitthvað
skamma stund
réttlætanlegt
og jafnvel
pínu nauðsynlegt
ef hugmynd
eða áætlun
á að verða framkvæmd
og koma sumum á óvart.
Þó að það sé ekki alltaf
þægilegt eða gaman
að notast við hvíta platið
á meðan vinnsla stendur yfir.
Sunday, June 17, 2007
NEI
nei,NEI,nei,NEI,nei,NEI,nei,NEI,nei,NEI,nei!
Einfalt 3 stafa orð.
Hafið þið pælt í því
að það er fullt af fólki
sem getur ekki
eða kann ekki
yfir höfuð
að segja NEI!
Ómögulegt er að segja
af hverju það stafar.
Ástæður eru margar og mismunandi
eftir hverjum og einum.
Er það samviskubit sem nagar?
Góðmennska, skyldurækni, ábyrgð, uppgjöf?
Aðstæður, hjálpsemi, uppeldi, vani?
Umhverfi, löngun, persónuleiki,
eða hlutverk sáttasemjara?
Allir kalla
á einn
eða einn
á alla.
Viltu, geturðu, komdu, þú átt, vinsamlegast,
kvabba, biðja, lauma inn, heimta,
ala upp, röfla, hrósa, ætlast til, væla..
Hvert er svarið?
er það:
Já, JÁ, já, Já!
eða
kannski, getur verið, hugsa málið, NEI!
Um daginn fékk unglingur
verðlaun fyrir ýmsa kosti
og eitt af því
var að viðkomandi
kunni og gat
sagt NEI!
Sem sýnir og sannar
að það er góður hæfileiki í lífinu
að geta stundum
sagt þetta einfalda
en áhrifaríka orð.
Hvað með þig?
Hefur þú þennan hæfileika?
Einfalt 3 stafa orð.
Hafið þið pælt í því
að það er fullt af fólki
sem getur ekki
eða kann ekki
yfir höfuð
að segja NEI!
Ómögulegt er að segja
af hverju það stafar.
Ástæður eru margar og mismunandi
eftir hverjum og einum.
Er það samviskubit sem nagar?
Góðmennska, skyldurækni, ábyrgð, uppgjöf?
Aðstæður, hjálpsemi, uppeldi, vani?
Umhverfi, löngun, persónuleiki,
eða hlutverk sáttasemjara?
Allir kalla
á einn
eða einn
á alla.
Viltu, geturðu, komdu, þú átt, vinsamlegast,
kvabba, biðja, lauma inn, heimta,
ala upp, röfla, hrósa, ætlast til, væla..
Hvert er svarið?
er það:
Já, JÁ, já, Já!
eða
kannski, getur verið, hugsa málið, NEI!
Um daginn fékk unglingur
verðlaun fyrir ýmsa kosti
og eitt af því
var að viðkomandi
kunni og gat
sagt NEI!
Sem sýnir og sannar
að það er góður hæfileiki í lífinu
að geta stundum
sagt þetta einfalda
en áhrifaríka orð.
Hvað með þig?
Hefur þú þennan hæfileika?
Friday, June 1, 2007
Verkefnalistinn
er langur.
Allt eru þetta atriði fyrir utan sjálfa kennsluna
og tengjast inn á fleiri svið en vinnuna.
Sumt á listanum er gefandi og auðvelt,
annað krefst mikillar hugsunar og yfirlegu.
Í ákveðnu verkefni er nauðsynlegt að sýna umhyggju, gleði og hvatningu,
í öðru þarf að reikna út tölur og setja í tölvu.
Finna þarf ákveðin orð
sem þurfa að raðast í skiljanlega setningar fyrir alla aðila.
Sumum verkefnum er hægt að redda með því að finna gömul unnin verkefni, breyta texta þeirra og útliti og aðlaga að aðstæðum.
En í öðrum þarf að byrja frá grunni.
Beðið er eftir svari frá aðila
til að kanna hvernig málin standa
í ákveðnum verkefnum.
Sumt á listanum krefst algerrar samvinnu og fundarhalda,
sem er unnið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma,
en annað er einstaklingvinna með sveigjanlegri vinnutíma, og staðsetningu.
Stundum er verkefnum skipt á milli og unnið í sitthvoru lagi til að flýta fyrir.
Margsinnis er síminn tekin upp og unnið að lausnum í gengum hann.
Tekin er tími hér og þar, hvenær sem laus stund gefst.
Tímapressan liggur í loftinu
og ekki má mikið útaf bregða
til að halda áætlun.
Það er gengið hratt og ákveðið til verka.
Síminn hringir
og það bætist við listann
gott og gagnlegt verkefni
sem kemur báðum til góða.
Bréf birtist á skjánum
sem inniheldur upplýsingar
um fundarsetu á versta tíma.
Tímaþjófur
frá öllu hinu
sem á eftir að klára
fyrir ákveðin dag.
Augnlokin þyngjast,
hugurinn lokast á einhverjum tímapunkti
líkaminn dröslast áfram.
Kaffibollarnir hrúgast upp
sem og blaðastaflarnir.
Orkan hverfur
og rafhlöður tæmast.
Mannveran hvílist
og endurnýjar hluta af rafhlöðum.
Nýjum degi fylgir smá orka
sem sogast fljótlega út
þegar líður á.
Það saxast á listann.
Mikið verður hópur fólks feginn
og léttur í skapi um hádegi
næstkomandi föstudag,
þegar óvissuferðin hefst.
í kringum miðnætti sama dag
verðum við komin í sumarfrí:-)
Allt eru þetta atriði fyrir utan sjálfa kennsluna
og tengjast inn á fleiri svið en vinnuna.
Sumt á listanum er gefandi og auðvelt,
annað krefst mikillar hugsunar og yfirlegu.
Í ákveðnu verkefni er nauðsynlegt að sýna umhyggju, gleði og hvatningu,
í öðru þarf að reikna út tölur og setja í tölvu.
Finna þarf ákveðin orð
sem þurfa að raðast í skiljanlega setningar fyrir alla aðila.
Sumum verkefnum er hægt að redda með því að finna gömul unnin verkefni, breyta texta þeirra og útliti og aðlaga að aðstæðum.
En í öðrum þarf að byrja frá grunni.
Beðið er eftir svari frá aðila
til að kanna hvernig málin standa
í ákveðnum verkefnum.
Sumt á listanum krefst algerrar samvinnu og fundarhalda,
sem er unnið á ákveðnum stað á ákveðnum tíma,
en annað er einstaklingvinna með sveigjanlegri vinnutíma, og staðsetningu.
Stundum er verkefnum skipt á milli og unnið í sitthvoru lagi til að flýta fyrir.
Margsinnis er síminn tekin upp og unnið að lausnum í gengum hann.
Tekin er tími hér og þar, hvenær sem laus stund gefst.
Tímapressan liggur í loftinu
og ekki má mikið útaf bregða
til að halda áætlun.
Það er gengið hratt og ákveðið til verka.
Síminn hringir
og það bætist við listann
gott og gagnlegt verkefni
sem kemur báðum til góða.
Bréf birtist á skjánum
sem inniheldur upplýsingar
um fundarsetu á versta tíma.
Tímaþjófur
frá öllu hinu
sem á eftir að klára
fyrir ákveðin dag.
Augnlokin þyngjast,
hugurinn lokast á einhverjum tímapunkti
líkaminn dröslast áfram.
Kaffibollarnir hrúgast upp
sem og blaðastaflarnir.
Orkan hverfur
og rafhlöður tæmast.
Mannveran hvílist
og endurnýjar hluta af rafhlöðum.
Nýjum degi fylgir smá orka
sem sogast fljótlega út
þegar líður á.
Það saxast á listann.
Mikið verður hópur fólks feginn
og léttur í skapi um hádegi
næstkomandi föstudag,
þegar óvissuferðin hefst.
í kringum miðnætti sama dag
verðum við komin í sumarfrí:-)
Monday, May 28, 2007
Lífsbarátta
Maðurinn í rifnu fötunum
situr á bekk á torginu
með botnfulla flösku
og biður um smápeninga
fyrir kaffibolla
með slurk af einhverju sterkara samanvið
til að hita kroppinn sinn.
Hver er hann?
Hvernig komst hann í þessa aðstöðu?
Hver veit?
Var hann kannski verðbréfasali sem lifði hátt
tók áhættu
veðjaði á rangan markað
og tapaði öllu?
Eða hefur honum kannski alltaf gengið illa í lífinu
átt í basli með að halda sér í vinnu
og aldrei eignast fjölskyldu?
Þegar kvölda tekur
stendur hann upp af bekknum
og hefur leit að svefnstað.
Hér er allt upptekið
segir dyravörðurinn í gistiskýlinu.
Komdu aftur á morgun
fyrir klukkan 19:00
og vertu allsgáður.
Maðurinn snýr til baka vonsvikin
en þó öllu vanur.
Hann röltir inn í garðinn
og leggst niður á milli trjánna.
Nóttin er dimm og köld
og maðurinn grætur
örlög sín.
Á morgun kemur nýr dagur
og þá gengur vonandi betur.
situr á bekk á torginu
með botnfulla flösku
og biður um smápeninga
fyrir kaffibolla
með slurk af einhverju sterkara samanvið
til að hita kroppinn sinn.
Hver er hann?
Hvernig komst hann í þessa aðstöðu?
Hver veit?
Var hann kannski verðbréfasali sem lifði hátt
tók áhættu
veðjaði á rangan markað
og tapaði öllu?
Eða hefur honum kannski alltaf gengið illa í lífinu
átt í basli með að halda sér í vinnu
og aldrei eignast fjölskyldu?
Þegar kvölda tekur
stendur hann upp af bekknum
og hefur leit að svefnstað.
Hér er allt upptekið
segir dyravörðurinn í gistiskýlinu.
Komdu aftur á morgun
fyrir klukkan 19:00
og vertu allsgáður.
Maðurinn snýr til baka vonsvikin
en þó öllu vanur.
Hann röltir inn í garðinn
og leggst niður á milli trjánna.
Nóttin er dimm og köld
og maðurinn grætur
örlög sín.
Á morgun kemur nýr dagur
og þá gengur vonandi betur.
Friday, May 18, 2007
Kaos
Mikil vinna hefur farið fram
og kvenverurnar eru nokkuð ánægðar með árangurinn.
Næsta verkefni bíður
en ekki er ljóst hvernig það skuli leyst.
Hringt er eftir leiðsögn
og spurt um hugmynd að lausn.
Svarið er ekki alveg sem búist var við.
Að vísu gefur það hugmynd um úrlausn
en um leið
henti það vinnunni
sem kláruð hafði verið
fyrr um daginn
í ruslið.
Allur textinn er strokaður út
og byrjað upp á nýtt.
Hugurinn fer á hvolf
skipulagið ruglast
og nettur pirringur gerir vart við sig.
Önnur kvenveran fer fram
að ná sér í kaffi.
Á leiðinni hittir hún aðrar
með svipuð verkefni.
Á sama augnabliki
er hugurinn á fullu
með óskipulagðar hugmyndir
í engu sambandi við talfæri
og orðmyndun.
Konan fer á flug
fær útrás
án gremju
munnurinn opnast
og orðin ryðjast út
veltast hvert um annað
í belg og biðu
illa studd af líkamstjáningu
sem reyna að útskýra ástandið
en skila engum árangri
nema undrandi andlitum
með svipuð verkefni
og nýrri upplýsingar.
En hinar eru nú farnar að þekkja viðkomandi
og taka þessu öllu með jafnaðargeði,
inn um eitt eyrað
og út um hitt.
Engin skaði skeður.
og kvenverurnar eru nokkuð ánægðar með árangurinn.
Næsta verkefni bíður
en ekki er ljóst hvernig það skuli leyst.
Hringt er eftir leiðsögn
og spurt um hugmynd að lausn.
Svarið er ekki alveg sem búist var við.
Að vísu gefur það hugmynd um úrlausn
en um leið
henti það vinnunni
sem kláruð hafði verið
fyrr um daginn
í ruslið.
Allur textinn er strokaður út
og byrjað upp á nýtt.
Hugurinn fer á hvolf
skipulagið ruglast
og nettur pirringur gerir vart við sig.
Önnur kvenveran fer fram
að ná sér í kaffi.
Á leiðinni hittir hún aðrar
með svipuð verkefni.
Á sama augnabliki
er hugurinn á fullu
með óskipulagðar hugmyndir
í engu sambandi við talfæri
og orðmyndun.
Konan fer á flug
fær útrás
án gremju
munnurinn opnast
og orðin ryðjast út
veltast hvert um annað
í belg og biðu
illa studd af líkamstjáningu
sem reyna að útskýra ástandið
en skila engum árangri
nema undrandi andlitum
með svipuð verkefni
og nýrri upplýsingar.
En hinar eru nú farnar að þekkja viðkomandi
og taka þessu öllu með jafnaðargeði,
inn um eitt eyrað
og út um hitt.
Engin skaði skeður.
Skyndilega
í miðjum umræðum
birtast púkarnir
fullir af gömlum sárindum
og nýjum misskilningi.
Andrúmsloftið þykknar
og svört þoka
liggur yfir höfðum manna.
Orðin streyma
beint frá særðum hjörtum
fljúga manna á milli
í stuttan tíma
hreinskilnin tekur völdin
og flæðir um staðinn.
Allt í einu
hreinsast andrúmsloftið
og svartpúkaþokan flýgur upp úr þakinu
beint til sólar
þar sem hún brennur upp til agna.
Það lifnar yfir sálum viðstaddra
og hláturinn tekur yfir
bros fæðist á hverju andliti
og allt verður gott á ný.
Héðan í frá
liggur leiðin eingöngu upp á við
í samskiptum og samveru
viðstaddra.
birtast púkarnir
fullir af gömlum sárindum
og nýjum misskilningi.
Andrúmsloftið þykknar
og svört þoka
liggur yfir höfðum manna.
Orðin streyma
beint frá særðum hjörtum
fljúga manna á milli
í stuttan tíma
hreinskilnin tekur völdin
og flæðir um staðinn.
Allt í einu
hreinsast andrúmsloftið
og svartpúkaþokan flýgur upp úr þakinu
beint til sólar
þar sem hún brennur upp til agna.
Það lifnar yfir sálum viðstaddra
og hláturinn tekur yfir
bros fæðist á hverju andliti
og allt verður gott á ný.
Héðan í frá
liggur leiðin eingöngu upp á við
í samskiptum og samveru
viðstaddra.
Tuesday, May 1, 2007
Dulúðlegar myrkraslæður
Þokan liggur
eins og grá hula yfir landinu.
Ljósastaurarnir skera út gula og hvíta þríhyrninga.
Tvö kringlótt ljós birtast skyndilega
nálgast hratt
og allt í einu kemur bíll í ljós
sem skilur eftir sig rauða hringi.
Húsin standa eins og klettar allt í kring
og hér og hvar má sjá hringlótt ljós í þeim.
Margskonar hljóð og raddir berast inn um gluggann
en framleiðendur þeirra
eru nánast ósýnilegir skuggar í skini ljósins.
Úti er rakt og hráslagalegt.
Þokan er dulmagnað og undarlegt fyrirbæri.
Birtist fyrst á skjánum 22.feb'05
eins og grá hula yfir landinu.
Ljósastaurarnir skera út gula og hvíta þríhyrninga.
Tvö kringlótt ljós birtast skyndilega
nálgast hratt
og allt í einu kemur bíll í ljós
sem skilur eftir sig rauða hringi.
Húsin standa eins og klettar allt í kring
og hér og hvar má sjá hringlótt ljós í þeim.
Margskonar hljóð og raddir berast inn um gluggann
en framleiðendur þeirra
eru nánast ósýnilegir skuggar í skini ljósins.
Úti er rakt og hráslagalegt.
Þokan er dulmagnað og undarlegt fyrirbæri.
Birtist fyrst á skjánum 22.feb'05
Monday, April 30, 2007
Diskó
Hiti og sviti í reykmettuðu andrúmslofti.
Í daufri lýsingu diskóljósa
birtast brosandi andlit
sem syngja af innlifun.
Iðandi líkamar sveiflast og sveigjast
hver við annan
hlið við hlið
bak í bak
í takt við seiðandi og dúndrandi taktfasta tóna
sem ryðjast
út úr öskrandi hátölurum
og fylla eyru og talfæri.
Tónlist og textar flæða inn í líkama og sál
og tekur öll völd.
Stuðið eykst enn frekar þegar líður á
og líkaminn stjórnast af taktinum.
Mikið rosalega er gaman að vera til:-)
Í daufri lýsingu diskóljósa
birtast brosandi andlit
sem syngja af innlifun.
Iðandi líkamar sveiflast og sveigjast
hver við annan
hlið við hlið
bak í bak
í takt við seiðandi og dúndrandi taktfasta tóna
sem ryðjast
út úr öskrandi hátölurum
og fylla eyru og talfæri.
Tónlist og textar flæða inn í líkama og sál
og tekur öll völd.
Stuðið eykst enn frekar þegar líður á
og líkaminn stjórnast af taktinum.
Mikið rosalega er gaman að vera til:-)
Thursday, April 19, 2007
Veturinn
Fjölbreyttur, viðburðarríkur og skemmtilegur vetur
er nú flogin á braut.
Vetur sem innihélt
stóra og litla sigra
fáein töp
og einhverjar hindranir
en allt leystist
að lokum.
Gaf ný tækifæri
til skemmtilegra
og gefandi verka
nýrra samskipta
og þor
til að prófa
nýja hluti
og þróunar
á verkefnum
í vinnslu.
Gömul áhugamál
vöknuðu til lífsins.
Núverandi áhugamál
héldu velli
samhliða hinum nývöknuðu
og sálin kættist.
Virknin var mikil
í athöfnum, viðburðum og samskiptum.
Stundum jaðraði við ofvirkni
og jafnvel bar á vanvirkni
en reynt var eftir bestu getu
að halda öllu í jafnvægi.
Veturinn er liðinn
og megi hann
í öllu sínu veldi
með sitt fjölbreytta innihald
hafa bestu þakkir fyrir.
er nú flogin á braut.
Vetur sem innihélt
stóra og litla sigra
fáein töp
og einhverjar hindranir
en allt leystist
að lokum.
Gaf ný tækifæri
til skemmtilegra
og gefandi verka
nýrra samskipta
og þor
til að prófa
nýja hluti
og þróunar
á verkefnum
í vinnslu.
Gömul áhugamál
vöknuðu til lífsins.
Núverandi áhugamál
héldu velli
samhliða hinum nývöknuðu
og sálin kættist.
Virknin var mikil
í athöfnum, viðburðum og samskiptum.
Stundum jaðraði við ofvirkni
og jafnvel bar á vanvirkni
en reynt var eftir bestu getu
að halda öllu í jafnvægi.
Veturinn er liðinn
og megi hann
í öllu sínu veldi
með sitt fjölbreytta innihald
hafa bestu þakkir fyrir.
Friday, April 13, 2007
Konan
sem reynir að komast af
í grimmum heimi
og biður ekki um mikið
fær ekki tækifæri
til að sanna sig
í nýjum aðstæðum
og afla sér viðurværis
vegna þröngsýni
jakkafatafólksins
í valdastöðum
í stóra húsinu.
Hvað segir svona framkoma um ástandið í dag?
í grimmum heimi
og biður ekki um mikið
fær ekki tækifæri
til að sanna sig
í nýjum aðstæðum
og afla sér viðurværis
vegna þröngsýni
jakkafatafólksins
í valdastöðum
í stóra húsinu.
Hvað segir svona framkoma um ástandið í dag?
Thursday, April 12, 2007
Mannveran
Væntumþykjan sprettur fram
í einni svipan
á milli mannfólksins
í margskonar samskiptum.
Birtist í orðum og gjörðum
fyllir sálirnar hlýju
og mýkir hjörtun.
Heilinn framkallar myndirnar á örskotsstundu
myndir af minningum
í nútíð, fortíð og framtíð.
Þið yndislegu
stóru og litlu mannverur
sem eruð í nánu umhverfi
daga og nætur
í gleði og sorg.
Þakka ykkur kærlega
fyrir að vera til
og koma við sögu
á ferðalagi mannverunnar
í gegnum lífið.
Sum okkar
erum samferða
mestalla lífsgönguna
aðrir koma við sögu
ákveðin tímabil
í lífshlaupinu.
Öll höfum við
ákveðnu hlutverki að gegna
í þessari tilveru
og það er hvers og eins
að finna út hver hlutverkin eru.
Að nýta hæfileika sína
og sérstöðu
og fylla leikritið lífi, gleði og litum
og skína bjart á
leiksviði lífsins.
í einni svipan
á milli mannfólksins
í margskonar samskiptum.
Birtist í orðum og gjörðum
fyllir sálirnar hlýju
og mýkir hjörtun.
Heilinn framkallar myndirnar á örskotsstundu
myndir af minningum
í nútíð, fortíð og framtíð.
Þið yndislegu
stóru og litlu mannverur
sem eruð í nánu umhverfi
daga og nætur
í gleði og sorg.
Þakka ykkur kærlega
fyrir að vera til
og koma við sögu
á ferðalagi mannverunnar
í gegnum lífið.
Sum okkar
erum samferða
mestalla lífsgönguna
aðrir koma við sögu
ákveðin tímabil
í lífshlaupinu.
Öll höfum við
ákveðnu hlutverki að gegna
í þessari tilveru
og það er hvers og eins
að finna út hver hlutverkin eru.
Að nýta hæfileika sína
og sérstöðu
og fylla leikritið lífi, gleði og litum
og skína bjart á
leiksviði lífsins.
Sunday, April 8, 2007
Mórall
Tilfinningin kemur allt í einu.
Hefur ekki lætið kræla á sér í langan tíma.
Óróinn eins og eitur í beinunum.
Ókunnar aðstæður taka á taugarnar.
Hvernig á að vinna úr þessu.
Herða upp hugann
þetta líður hjá.
Pirringsópið er bælt niður
og hent til baka
situr fast í hálsinum.
Sýna kurteisi og kunna að hegða sér
eins og almennileg manneskja
Ekki eyðileggja móralinn.
Vera góður og taka þátt.
Þetta er djöfuleg tilfinning.
Flýðu burt innri djöfull
og komdu aldrei aftur!
Hefur ekki lætið kræla á sér í langan tíma.
Óróinn eins og eitur í beinunum.
Ókunnar aðstæður taka á taugarnar.
Hvernig á að vinna úr þessu.
Herða upp hugann
þetta líður hjá.
Pirringsópið er bælt niður
og hent til baka
situr fast í hálsinum.
Sýna kurteisi og kunna að hegða sér
eins og almennileg manneskja
Ekki eyðileggja móralinn.
Vera góður og taka þátt.
Þetta er djöfuleg tilfinning.
Flýðu burt innri djöfull
og komdu aldrei aftur!
Andlitið
Andlitið horfir á mig og brosir
góða fallega andlitið
með brúnu augun og stóru gleraugun á nefinu
rauðar varir og mjúkar kinnar
hrokkið þykkt hár og og klútur um háls.
Minningarnar þyrlast upp
góðar, hláturmildar, fallegar stundir.
Sólskin, gras með gulum sóleyjarbreiðum
hafið, ströndin, kríuhreiður
bíllinn, ferðalögin og fróðleikurinn.
Andlitið horfir glettið til mín
með bros á vör
og deplar auga.
Andlitið í gullrammanum.
Hvernig skyldi það líta út í dag?
góða fallega andlitið
með brúnu augun og stóru gleraugun á nefinu
rauðar varir og mjúkar kinnar
hrokkið þykkt hár og og klútur um háls.
Minningarnar þyrlast upp
góðar, hláturmildar, fallegar stundir.
Sólskin, gras með gulum sóleyjarbreiðum
hafið, ströndin, kríuhreiður
bíllinn, ferðalögin og fróðleikurinn.
Andlitið horfir glettið til mín
með bros á vör
og deplar auga.
Andlitið í gullrammanum.
Hvernig skyldi það líta út í dag?
Framkvæmdir
Iðagræn tún með gulum túnfífilsblettum
hestar á beit
í hlíðinni fyrir ofan gul grafa
sem étur upp grasið og skilur eftir sig brúnan flekk.
Rétt þar fyrir ofan
er bein svört slóð
þar sem bílar bruna á miklum hraða fram og aftur.
Menn á óræðnum aldri
nokkrir berir að ofan
sumir standa við steypivél sem snýst
aðrir príla upp á hálfkaraðann steypukubb og berja með hamri
og enn aðrir rölta um með stórar tréplötur.
Hinum megin við götuna
er umgirt grænt tún með stórri gröfu í miðjunni
sem kroppar sífellt stór, djúp, löng sár
og eys mold og sandi í vörubíla sem standa á færibandi
og bíða eftir að fá hlass á bakið.
Keyra svo burt og leyfa næsta að fá.
Ungmenni að reyta arfa og planta trjám með bros á vör.
Litlar mannverur í grænum vestum
ganga samhliða í röð hlæjandi
og segja frá því sem þau hafa uppgötvað á leiðinni.
Já, svona er lífið í sveitinni
og það sem fyrir augu ber þar sem ég sit úti á svölum.
Ritað þann 15. 06. 2005
hestar á beit
í hlíðinni fyrir ofan gul grafa
sem étur upp grasið og skilur eftir sig brúnan flekk.
Rétt þar fyrir ofan
er bein svört slóð
þar sem bílar bruna á miklum hraða fram og aftur.
Menn á óræðnum aldri
nokkrir berir að ofan
sumir standa við steypivél sem snýst
aðrir príla upp á hálfkaraðann steypukubb og berja með hamri
og enn aðrir rölta um með stórar tréplötur.
Hinum megin við götuna
er umgirt grænt tún með stórri gröfu í miðjunni
sem kroppar sífellt stór, djúp, löng sár
og eys mold og sandi í vörubíla sem standa á færibandi
og bíða eftir að fá hlass á bakið.
Keyra svo burt og leyfa næsta að fá.
Ungmenni að reyta arfa og planta trjám með bros á vör.
Litlar mannverur í grænum vestum
ganga samhliða í röð hlæjandi
og segja frá því sem þau hafa uppgötvað á leiðinni.
Já, svona er lífið í sveitinni
og það sem fyrir augu ber þar sem ég sit úti á svölum.
Ritað þann 15. 06. 2005
Saturday, April 7, 2007
öskrað upphátt
Eitt gott pirringsöskur
ARRRGGHHH.
LIFE IS A FOCKING BIG BITCH.
Ahh hvað var gott að fá smá útrás.
Allt í góðu núna.
Ætla að hlamma mér í sóffann og horfa á DVD.
Góða helgi gott fólk.
Hamrað á lyklaborðið þann 09.04. 2005
ARRRGGHHH.
LIFE IS A FOCKING BIG BITCH.
Ahh hvað var gott að fá smá útrás.
Allt í góðu núna.
Ætla að hlamma mér í sóffann og horfa á DVD.
Góða helgi gott fólk.
Hamrað á lyklaborðið þann 09.04. 2005
Lífsljóð
Hver ert þú og hver er ég?
Ég er ég og þú ert þú.
Vil ég vera þú og vilt þú vera ég?
Nei það held ég ekki.
Eða hvað?
En eitt eigum við sameiginlegt.
Við lifum.
Hvað er líf og hvaðan kom það?
Líf er líf hvernig sem það er.
Það snýst hring eftir hring, kynslóð eftir kynslóð og er óstöðvandi.
Hvernig er lífið?
Gengur þú í gegnum lífið með pókerandlit og dofa í sálinni, eða
ertu þú sjálfur og lifir lífinu lifandi?
Hvernig tökumst við á við tilfinningar, breytingar, atvik, viðburði, mannleg samskipti og daglegt líf?
Brotnum við niður eða notum það til að styrkja og næra sálina.
Kanntu að taka hrósi og jákvæðni samferðamanna í þinn garð.
Hvað þá með gagnrýni og neikvæðni?
Hver dagur er lærdómsríkur og allt lífið erum við að læra.
Árin líða fljótt, en maður þroskast og styrkist með hverju ári.
Þetta ljóð varð til 19. mars 2005
Ég er ég og þú ert þú.
Vil ég vera þú og vilt þú vera ég?
Nei það held ég ekki.
Eða hvað?
En eitt eigum við sameiginlegt.
Við lifum.
Hvað er líf og hvaðan kom það?
Líf er líf hvernig sem það er.
Það snýst hring eftir hring, kynslóð eftir kynslóð og er óstöðvandi.
Hvernig er lífið?
Gengur þú í gegnum lífið með pókerandlit og dofa í sálinni, eða
ertu þú sjálfur og lifir lífinu lifandi?
Hvernig tökumst við á við tilfinningar, breytingar, atvik, viðburði, mannleg samskipti og daglegt líf?
Brotnum við niður eða notum það til að styrkja og næra sálina.
Kanntu að taka hrósi og jákvæðni samferðamanna í þinn garð.
Hvað þá með gagnrýni og neikvæðni?
Hver dagur er lærdómsríkur og allt lífið erum við að læra.
Árin líða fljótt, en maður þroskast og styrkist með hverju ári.
Þetta ljóð varð til 19. mars 2005
Myndir
Ókunnug mannvera á fjölmennum stað
er pirruð og fær útrás
á þeim sem næst kemur
fær að launum róleg
og yfirveguð viðbrögð
hvetjandi og uppörvandi orð
sem slá á pirringinn.
Símtal sem kveikir væntingar
um skemmtilegar og kósý stundir
með góðum og velþekktum einstaklingum
í notalegu umhverfi.
Væntingar standast um stund
en svo kemur undarlegt andartak
sem fer öfugt inn í sálina
og lítið sár
myndast í hjartastað.
Skrýtna andartakið líður hjá
og andrúmsloftið verður jákvætt á ný
en ósögð orð eru geymd til betri tíma.
Stundin rennur upp
og andrúmsloftið er hreinsað
með velvöldum orðum.
Sálin og hjartasárið jafna sig að fullu
og allt verður gott aftur.
Sólskinsstundir
góð samskipti við einstaklinga
sem standa nærri mannverunni
í þekktu og öruggu umhverfi
gleði og hlátur
gaman saman
jákvæð og falleg orð
skapa gott andrúmsloft.
Undarlegt bréf
sem sýnir óvænt viðbrögð bréfritara
á ákveðnum aðstæðum
og afköstum viðtakenda.
Unnið verður í því seinna
þegar rétti tíminn kemur
að svara viðkomandi.
Kunnuleg og ný andlit á óþekktum stað
mannveran ekki í sínu besta formi
og hefur ekki orku
í mikil óþarfa samskipti.
Langar frekar að slaka á
láta hugann reika
og hlusta á viðtækið.
Ókunn kvenskynsvera
ruglar þeirri áætlun
raddböndin stoppa ekki
og tjá sig um allt og ekkert.
Mannveran er orðin
þreytt í eyrunum
en hlær innra með sér
því andrúmsloftið er frekar absúrd.
Sorglegt hvernig sumir fylla
upp í þögnina
með innantómum orðum.
Þetta ljóð spratt fram 07.04.2007
er pirruð og fær útrás
á þeim sem næst kemur
fær að launum róleg
og yfirveguð viðbrögð
hvetjandi og uppörvandi orð
sem slá á pirringinn.
Símtal sem kveikir væntingar
um skemmtilegar og kósý stundir
með góðum og velþekktum einstaklingum
í notalegu umhverfi.
Væntingar standast um stund
en svo kemur undarlegt andartak
sem fer öfugt inn í sálina
og lítið sár
myndast í hjartastað.
Skrýtna andartakið líður hjá
og andrúmsloftið verður jákvætt á ný
en ósögð orð eru geymd til betri tíma.
Stundin rennur upp
og andrúmsloftið er hreinsað
með velvöldum orðum.
Sálin og hjartasárið jafna sig að fullu
og allt verður gott aftur.
Sólskinsstundir
góð samskipti við einstaklinga
sem standa nærri mannverunni
í þekktu og öruggu umhverfi
gleði og hlátur
gaman saman
jákvæð og falleg orð
skapa gott andrúmsloft.
Undarlegt bréf
sem sýnir óvænt viðbrögð bréfritara
á ákveðnum aðstæðum
og afköstum viðtakenda.
Unnið verður í því seinna
þegar rétti tíminn kemur
að svara viðkomandi.
Kunnuleg og ný andlit á óþekktum stað
mannveran ekki í sínu besta formi
og hefur ekki orku
í mikil óþarfa samskipti.
Langar frekar að slaka á
láta hugann reika
og hlusta á viðtækið.
Ókunn kvenskynsvera
ruglar þeirri áætlun
raddböndin stoppa ekki
og tjá sig um allt og ekkert.
Mannveran er orðin
þreytt í eyrunum
en hlær innra með sér
því andrúmsloftið er frekar absúrd.
Sorglegt hvernig sumir fylla
upp í þögnina
með innantómum orðum.
Þetta ljóð spratt fram 07.04.2007
Subscribe to:
Posts (Atom)